fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Pressan

Lavrov segir Rússa ætla að ganga lengra

Rafn Ágúst Ragnarsson
Miðvikudaginn 20. júlí 2022 13:30

Sergey Lavrov. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í dag að landfræðileg markmið „sérstöku hernaðaraðgerðar“ Pútíns í Úkraínu væru ekki bundin við Donbas-svæðið heldur fælust fleiri landsvæði í henni. Þessu greinir einn ríkismiðill Rússlands, RIA Novosti, frá.

Lavrov bætti við að markmið Rússa muni ganga enn lengra ef vesturlönd færa Rússum langdræg vopn. Þegar Rússland réðist inn í Úkraínu þann 24. febrúar, þvertók Vladímír Pútín fyrir það að Rússar ætluðu sér að hernema Úkraínu. Hann sagði að markmið sín væru að afhervæða og afnasistavæða landið. Þessari yfirlýsingu tóku fáir í alþjóðasamfélaginu alvarlega.

Eftir að hafa hörfað frá Kænugarði sagði varnarmálaráðuneyti Rússlands þann 25. mars að fyrsta áfanga hernaðaraðgerðarinnar hafi lokið og að nú myndi herlið Rússa einbeita sér að því að „ná aðalmarkinu, frelsun Donbas.“

Nú fjórum mánuðum síðar hefur herinn náð valdi á Luhansk, einni tveggja héraða sem mynda Donbas, en er enn langt frá því að ná öllu Donetsk-héraði. Hins vegar, hafa Rússar hernumið landsvæði langt umfram það sem þeir ætluðu sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Faðir hennar lést 53 ára úr heilakrabba – Læknar sögðu hann gera sér upp einkenni

Faðir hennar lést 53 ára úr heilakrabba – Læknar sögðu hann gera sér upp einkenni
Pressan
Í gær

Keypti jakka í notað og nýtt verslun – Fólki finnst að hún eigi ekki að nota hann út af því sem hún fann í honum

Keypti jakka í notað og nýtt verslun – Fólki finnst að hún eigi ekki að nota hann út af því sem hún fann í honum
Pressan
Í gær

Skoða óhugnanlega kenningu í máli breskra hjóna sem fundust myrt í Frakklandi

Skoða óhugnanlega kenningu í máli breskra hjóna sem fundust myrt í Frakklandi
Pressan
Í gær

Kínverjar ætla að smíða risastóra sólarorkustöð í geimnum – Gæti aflað meiri orku á einu ári en „öll olían á jörðinni“

Kínverjar ætla að smíða risastóra sólarorkustöð í geimnum – Gæti aflað meiri orku á einu ári en „öll olían á jörðinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ef þú átt svona mynt gætir þú selt hana fyrir milljónir

Ef þú átt svona mynt gætir þú selt hana fyrir milljónir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðherra biðst afsökunar – Lét ráðherrabílstjórann aka sér 446 km í hádegisverð

Ráðherra biðst afsökunar – Lét ráðherrabílstjórann aka sér 446 km í hádegisverð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leyniupptaka afhjúpar hvað Musk og félagar ætla sér að gera

Leyniupptaka afhjúpar hvað Musk og félagar ætla sér að gera
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forseti Kólumbíu segir að kókaín sé ekkert verra en viskí

Forseti Kólumbíu segir að kókaín sé ekkert verra en viskí