fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Sviptingar á dönskum fjölmiðlamarkaði – Hætta útgáfu B.T. í pappírsformi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. júní 2022 18:00

B.T. er einn stærsti fjölmiðill Danmerkur. Skjáskot/Facebook/B.T.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með áramótum verður útgáfu danska dagblaðsins B.T. hætt í pappírsformi og verður miðillinn alfarið stafrænn, það er að segja vefmiðill.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Berlingske Media sem gefur B.T. út.

Vegna þessara breytinga verður ritstjórnum blaðsins í Árósum, Álaborg og Óðinsvéum lokað. Í heildina verða 20 stöður lagðar niður. Þessar stöður eru á fyrrnefndum ritstjórnum, í auglýsingadeild og bakvinnslu. Ritstjórum og fréttastjórum verður fækkað.

Í fréttatilkynningunni er haft eftir Pernille Holbøll, aðalritstjóra B.T. að miðillinn hafi vaxið hratt á netinu síðustu fjögur ár og sé nú orðinn stærsti danski netmiðillinn. Á sama tíma hafi sala á blaðinu í pappírsformi dregist saman og muni fljótlega ekki bera sig fjárhagslega. Af þeim sökum verði kröftunum nú beint að netinu, þar séu flestir lesendur miðilsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“