fbpx
Þriðjudagur 05.júlí 2022
Pressan

Sviptingar á dönskum fjölmiðlamarkaði – Hætta útgáfu B.T. í pappírsformi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. júní 2022 18:00

B.T. er einn stærsti fjölmiðill Danmerkur. Skjáskot/Facebook/B.T.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með áramótum verður útgáfu danska dagblaðsins B.T. hætt í pappírsformi og verður miðillinn alfarið stafrænn, það er að segja vefmiðill.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Berlingske Media sem gefur B.T. út.

Vegna þessara breytinga verður ritstjórnum blaðsins í Árósum, Álaborg og Óðinsvéum lokað. Í heildina verða 20 stöður lagðar niður. Þessar stöður eru á fyrrnefndum ritstjórnum, í auglýsingadeild og bakvinnslu. Ritstjórum og fréttastjórum verður fækkað.

Í fréttatilkynningunni er haft eftir Pernille Holbøll, aðalritstjóra B.T. að miðillinn hafi vaxið hratt á netinu síðustu fjögur ár og sé nú orðinn stærsti danski netmiðillinn. Á sama tíma hafi sala á blaðinu í pappírsformi dregist saman og muni fljótlega ekki bera sig fjárhagslega. Af þeim sökum verði kröftunum nú beint að netinu, þar séu flestir lesendur miðilsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik
Pressan
Fyrir 1 viku

Blekkti eiginkonuna upp úr skónum

Blekkti eiginkonuna upp úr skónum
Pressan
Fyrir 1 viku

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart
Pressan
Fyrir 1 viku

Biden ætlar að þrengja að tóbaksframleiðendum – Minna nikótín í vörunum

Biden ætlar að þrengja að tóbaksframleiðendum – Minna nikótín í vörunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum
Pressan
Fyrir 1 viku

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa