fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Fundur vekur upp vangaveltur um framtíð Frans páfa

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 12. júní 2022 15:00

Frans páfi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vangaveltur eru uppi um hvort Frans páfi hafi í hyggju að láta af embætti. Það var í byrjun maí sem orðrómur fór á kreik um að Frans hafi í hyggju að gera eins og forveri hans í embætti, Benedikt XVI, og láta af embætti. Það er mjög óvenjulegt að páfar geri slíkt, venjulega sitja þeir í embætti þar til þeir hverfa yfir móðuna miklu. En Benedikt braut gegn þessari venju og dró sig í hlé. Hann býr nú í klaustri í Vatíkaninu.

Frans gekkst undir aðgerð á hné fyrir um mánuði síðan. Í kjölfarið sást hann í hjólastól í fyrsta sinn og sögðu margir að hugsanlega væri heilsufar hans verra en talið hafði verið. Nú hefur enn meira spreki verið kastað á bálköst orðrómanna því Frans hefur boðað til sérstaks fundar kardinála kaþólsku kirkjunnar þann 27. ágúst.  The Guardian skýrir frá þessu.

Fundir sem þessir eru ráðgjafafundir fyrir páfann en þeir eru einnig ætlaðir til að velja nýjan páfa. Daginn eftir þennan fund mun Frans halda til Abruzzo í L‘Aquila-héraðinu á Ítalíu en þar verður trúarhátíð á þeim tíma og mun páfinn fara að gröf Celestine V en hann lét af embætti páfa 1294 eftir að hafa gegnt því í fimm mánuði.

Benedikt fór að gröf Celestine árið 2009 og eftir það hafa sérfræðingar í málefnum Páfagarðs sagt þá heimsókn hafa verið táknræna því Benedikt lét einnig af embætti en það gerði hann 2013.

Robert Mickens, ritstjóri kaþólska dagblaðsins La Crox, sagði í samtali við The Guardian að það sé mjög undarlegt að boðað sé til fundar kardínálanna í ágúst, þremur mánuðum fyrr en ætlað var, og að Frans fari svo til L‘Aquila.

Viku eftir fund kardínálanna fundar páfinn með þeim til að tilkynna þeim um endurbætur sem hann hyggst gera á stjórnkerfi Vatíkansins. Meðal annars að setja tímamörk á hversu lengi skrifstofustjórar geta starfað þar og að konur geti gegnt yfirmannsstöðum. „Ég held að það komi einnig önnur tilkynning. Það getur vel verið að hún verði ekki um afsögn hans en ég held að það séu töluverðar líkur á því,“ sagði Mickens.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“