fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

EasyJet fækkar sætunum í flugvélum sínum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. maí 2022 08:00

Flugvél frá EasyJet.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet hefur ákveðið að fjarlægja eina sætaröð úr Airbus A319 flugvélum sínum. Það verður aftasta sætaröðin sem verður fjarlægð. Þetta er hluti af viðbrögðum félagsins við heimsfaraldri kórónuveirunnar og áhrifum hans en eins og mörg flugfélög hefur EasyJet átt í erfiðleikum frá því að faraldurinn braust út.

Það er þó bjartara yfir núna og fólk er farið að ferðast meira en síðustu misserin. Eins og mörg flugfélög neyddist EasyJet til að segja upp fólki á meðan heimsfaraldurinn var í hámarki. Það hefur gengið erfiðlega að fá fólk aftur til starfa og við því er EasyJet meðal annars að bregðast með því að fækka sætum í vélum sínum.

Með því að fækka um eina sætaröð er „aðeins“ pláss fyrir 150 farþega og það gerir að verkum að það nægir að vera með þrjá flugliða um borð í stað fjögurra eins og nú er.

Samkvæmt reglum flugmálayfirvalda er stjórnast fjöldi flugliða af fjölda sæta um borð í flugvélum en ekki fjölda farþega í hverju flugi.

BBC hefur eftir talsmanni EasyJet að félagið reikni með að komast nærri farþegafjöldanum sumarið 2019 í sumar. Fyrir heimsfaraldurinn flutti félagið tæplega 300.000 farþega á dag á háannatíma en það eru um 2.000 flugferðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést