fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Bílþjófur lamdi 72 ára konu og stal bílnum hennar – Síðan greip karma inn í

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. apríl 2022 21:00

Það sá vel á Shirlene eftir árásina. Mynd:GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shirlene Hernandez, 72 ára, er nú að jafna sig eftir gróft rán sem hún varð fyrir nýlega. Þá var ráðist á hana og hún beitt ofbeldi og bíl hennar stolið. En óhætt er að segja að karma hafi gripið inn í atburðarásina eftir það.

Ránið átti sér stað í San Antonio í Bandaríkjunum þar sem Shirlene býr. Hún er með slæma áverka og marbletti eftir árásina. Í samtali við WPSD sagðist hún hafa óttast mest að hún myndi ekki hitta börnin sín og barnabörnin aftur.

„Ég sé þennan mann fyrir mér í smáatriðum. Ég er með mynd af honum í höfði mér, hún er bara þar og vill ekki hverfa,“ sagði hún.

Hún sagðist hafa ekið að bensínstöð að morgni til. Þangað fer hún á hverjum morgni til að kaupa sér gosdrykk. En að þessu sinni náði hún rétt að stíga út úr bílnum áður en maður greip í hana og sló hana ítrekað í andlitið.

Shirlene. Mynd:GoFundMe

Hún sagði að sem betur fer hafi þrír menn komið henni til bjargar og reynt að yfirbuga ofbeldismanninn sem hafi þó sloppið á brott í bíl hennar.

Lögreglan kom fljótt á vettvang og ekki löngu síðar fann hún bifreið Shirlene. Inni í bílnum var ofbeldismaðurinn og var hann látinn er að var komið. Hann hafði lent í árekstri.

„Það eru margir sem segja að þetta hafi verið karma. Ég varð mjög leið yfir að hann var látinn. Hann hafði meitt mig en drottni fannst við hæfi að losa hann úr eymdinni,“ sagði hún.

Hún sagðist vera aum og marin eftir árásina en að öðru leyti líði henni ágætlega. Það sem er henni erfiðast er að hún á ekki bíl lengur en án bíls getur hún ekki verið því þrátt fyrir að vera á áttræðisaldri vinnur hún enn úti og þarf að sækja vinnu töluvert langa leið. Hún vill heldur ekki hætta að vinna því tekjur hennar skipta þau hjónin miklu máli.

Barnabarn hennar hefur hrundið af stað söfnun á GoFundMe svo Shirlene geti keypt sér nýjan bíl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi