fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Þetta er appið sem þú ættir að halda þig frá fyrir háttatímann

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 16. janúar 2022 20:00

Tæpar fimm mínútur að fullhlaða síma, það er ekki slæmt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir vita eflaust að það er ekki gott að nota farsíma eða tölvur rétt fyrir háttatíma. Ástæðan er að heilinn örvast við það. En samt sem áður eru örugglega fáir sem sleppa því að kíkja aðeins á samfélagsmiðla eða lesa fréttir áður en gengið er til náða.

Í samvinnu við 2.012 fullorðna gerði Sleep Junkie rannsókn á áhrifum mismunandi appa, skömmu fyrir háttatíma, á svefngæði fólks.

The Sun segir að samkvæmt niðurstöðunum sé eitt app sem fólki eigi sérstaklega að halda sig frá fyrir svefninn. Það er TikTok en það reyndist trufla nætursvefninn mest af þeim öppum sem voru tekin með í rannsókninni.

89% þátttakendanna sögðust hafa vaknað þreyttir daginn eftir að hafa notað TikTok skömmu fyrir háttinn. Auk þess tók það TikToknotendur lengri tíma að sofna en það tók aðra að meðaltali.

Þegar fólkið sofnaði loksins fór 14% af svefntímanum i REM-svefn en það er aðeins helmingur þess tíma sem sérfræðingar telja ásættanlegan. REM-svefn, sem er stundum kallaður daumasvefninn, einkennist af mikilli virkni heilans en vegna þessarar virkni er þessi svefn mjög léttur.

Sleep Junkie segir að fólk eigi ekki að nota raftæki á borð við síma og tölvur í tvær klukkustundir fyrir háttatíma vegna hins blá ljóss sem skjáirnir senda frá sér en það örvar heilastarfsemina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi