fbpx
Þriðjudagur 26.október 2021
Pressan

Tíu konur og stúlkur eru myrtar daglega í Mexíkó

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 26. september 2021 17:00

Lögreglumenn að störfum í Mexíkó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverjum degi eru að minnsta kosti tíu konur og stúlkur myrtar í Mexíkó. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá mannréttindasamtökunum Amnesty International sem fjallar um ofbeldisverk í Mexíkó og lítinn sem engan áhuga yfirvalda á að koma í veg fyrir morð eða rannsaka þau og draga þá ábyrgu fyrir dóm. Fram kemur að fjölskyldur hinna látnu þurfi oft sjálfar að rannsaka morðin.

Í skýrslunni, sem nefnist Justie on Trial, segir að yfirvöld sinni ekki þeirri skyldu sinni að rannsaka morðin eða koma í veg fyrir ofbeldi gagnvart konum.

Ofbeldi og morð á konum hafa áratugum saman verið mikið vandamál í Mexíkó en athygli fólks hefur í auknum mæli beinst að þessu stóra vandamáli á síðustu árum í kjölfar mótmæla kvenréttindahreyfinga. „Þetta er alltaf spurning um pólitískan vilja,“ hefur The Guardian eftir Maricruz Ocampo, aðgerðarsinna í Querétaro. Hún hefur verið í hópi þeirra sem reyna að fá ríkisstjóra landsins til að grípa til aðgerða gegn vandanum. Þeir þráast við að hennar sögn því þeir hafa áhyggjur af ímynd ríkja sinna og fjárfestingum. „Þeir vilja ekki viðurkenna vandann,“ sagði hún.

Andrés Manuel López Obrador, forseti landsins, hefur gert lítið úr vandanum og sagði mótmælagöngu kvenna í byrjun mars vera göngu „íhaldsafla“.

Á síðasta ári voru 3.723 morð á konum skráð í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óhugnanlegur spádómur – „Þetta mun gerast og það mun breyta öllu“

Óhugnanlegur spádómur – „Þetta mun gerast og það mun breyta öllu“
Pressan
Í gær

Yfirheyrslumyndbönd af „dómsdagsmorðingjanum“ skelfa fólk

Yfirheyrslumyndbönd af „dómsdagsmorðingjanum“ skelfa fólk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trekanturinn breyttist í martröð þegar kærastinn kom heim

Trekanturinn breyttist í martröð þegar kærastinn kom heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Ung ólétt kona numin á brott eftir að hafa fylgst með dularfullum grænum bíl – Var hún vitlaust skotmark?

Sakamál: Ung ólétt kona numin á brott eftir að hafa fylgst með dularfullum grænum bíl – Var hún vitlaust skotmark?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Talibanar verðlauna fjölskyldur sjálfsmorðssprengjumanna

Talibanar verðlauna fjölskyldur sjálfsmorðssprengjumanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martraðarkennt sníkjudýr vekur athygli – Eina þekkta dæmi þess að sníkjudýr komi í stað líffæris hjá hýsilnum

Martraðarkennt sníkjudýr vekur athygli – Eina þekkta dæmi þess að sníkjudýr komi í stað líffæris hjá hýsilnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elísabet Bretadrottning eyddi nótt á sjúkrahúsi

Elísabet Bretadrottning eyddi nótt á sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er nýtt Madeleine McCann mál í uppsiglingu? – „Við teljum að hún hafi verið tekin úr tjaldinu“

Er nýtt Madeleine McCann mál í uppsiglingu? – „Við teljum að hún hafi verið tekin úr tjaldinu“