fbpx
Föstudagur 15.október 2021
Pressan

Donald Trump lögsækir frænku sína og krefst 100 milljóna dollara í miskabætur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. september 2021 07:02

Grisham er lafhrædd um að Trump verði endurkjörinn. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, hefur stefnt frænku sinni, Mary Trump, og The New York Times fyrir að hafa birt skattskýrslur hans. Krefst hann 100 milljóna dollara í bætur.

NBC News skýrir frá þessu. Fram kemur að í stefnu málsins komi fram að Mary Trump og þrír blaðamenn hjá The New York Times, þau Susanne Craig, David Barstow og Russel Buettner, hafi tekið þátt í „lúmskri áætlun“ og „umfangsmikilli herferð“ til að komast yfir skattskýrslur forsetans fyrrverandi.

Í stefnunni segir að Mary Trump hafi birt skattskýrslurnar í metsölubók sinni „Too Much and Never Enough: How My Family Created the World‘s Most Dangerous Man“ sem var gefin út á síðasta ári en hún fjallar um Donald Trump.

Einnig kemur fram í stefnunni að Mary og blaðamennirnir hafi verið rekin áfram af „persónulegum hefndarþorsta og draumum um að verða fræg og hagnast“ auk þess sem þau hafi viljað „styrkja pólitískan boðskap sinn“.

Mary Trump gefur ekki mikið fyrir lögsókn frænda síns. „Mér finnst hann (Donald Trump, innsk. blaðamanns) vera misheppnaður og hann kastar öllu sem hann getur í vegginn í von um að það sitji fast. Þetta er örvænting. Eins og alltaf hjá Donald Trump þá reynir hann að breyta um umræðuefni,“ segir í yfirlýsingu frá Mary.

The New York Times segir að blaðið muni grípa til varna fyrir dómi en lögsóknin sé ekkert annað en tilraun til að þagga niður í blaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn skotinn í Helsingborg og sprenging í miðborginni

Einn skotinn í Helsingborg og sprenging í miðborginni
Pressan
Í gær

Hryllingsmínúturnar 34 í Kongsberg – Sá grunaði sagður hafa snúist til Íslamstrúar

Hryllingsmínúturnar 34 í Kongsberg – Sá grunaði sagður hafa snúist til Íslamstrúar
Pressan
Í gær

Frakkar krefja Breta um greiðslu fyrir að stöðva ferðir förufólks yfir Ermarsund

Frakkar krefja Breta um greiðslu fyrir að stöðva ferðir förufólks yfir Ermarsund
Pressan
Fyrir 2 dögum

Danskir vísindamenn gera tilraunir með nýja meðferð við COVID-19

Danskir vísindamenn gera tilraunir með nýja meðferð við COVID-19
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nancy Pelosi dregin úr kaþólskri messu í Róm af öryggisvörðum vegna bóluefnamótmæla

Nancy Pelosi dregin úr kaþólskri messu í Róm af öryggisvörðum vegna bóluefnamótmæla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rúmenska heilbrigðiskerfið ræður ekki við álagið vegna fjórðu bylgju kórónuveirunnar

Rúmenska heilbrigðiskerfið ræður ekki við álagið vegna fjórðu bylgju kórónuveirunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að Rússar hafi stolið uppskriftinni að bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni

Segja að Rússar hafi stolið uppskriftinni að bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leita að þeim sem drápu 14 friðaðar kengúrur

Leita að þeim sem drápu 14 friðaðar kengúrur