fbpx
Föstudagur 15.október 2021
Pressan

Sænski sóttvarnalæknirinn telur að ferðatakmarkanir muni verða í gildi í Svíþjóð í mörg ár

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. september 2021 16:30

Anders Tegnell, sóttvarnalæknir í Svíþjóð. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anders Tegnellsóttvarnalæknir í Svíþjóð, telur að ferðatakmarkanir muni gild í Svíþjóð í mörg ár til viðbótar, það er að segja að fólk verði að uppfylla ákveðin skilyrði til að fá að koma inn í landið.

„Ég held að við munum sjá bólusetningarvottorð í tengslum við ferðalög í mörg ár. Þetta er krafa sem gæti varað árum saman,“ sagði hann í samtali við Dagens Nyheter.

Svíar hafa fellt flestar sóttvarnaaðgerðir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar úr gildi en hvað varðar komur til landsins eru nokkrar aðgerðir enn í gildi. Til dæmis fær fólk frá ríkjum utan ESB, EES og Sviss ekki að koma til landsins nema með ákveðnum undantekningum.

74,1% Svía, 16 ára og eldri, hafa lokið bólusetningu samkvæmt tölum frá sænska landlæknisembættinu.

Í haust verður opnað á möguleika fyrir þriðja skammt af bóluefni fyrir þá sem eru í sérstökum áhættuhópum. Það eru aðallega íbúar á dvalarheimilum aldraðra, fólk eldra en 80 ára og fólk með lélegt ónæmiskerfi.

Eftir áramót er reiknað með að öðrum landsmönnum verði boðið upp á þriðja skammtinn.

Í ágúst sagði Tegnell að ekki sé hægt að útrýma veirunni og því þurfi aðgerðir að miðast að því að bólusetja fólk gegn henni ef takast á að kveða faraldurinn niður. „Matið er að það sé ekki hægt að útrýma veirunni og af þeim sökum ætti bólusetningaáætlunin að vera langtímamarkmið sem beinist að því að draga úr alvarlegum veikindum og dauðsföllum. Það er enn mikilvægt að við beinum sérstakri athygli að hópum og íbúum á svæðum þar sem lítil þátttaka hefur verið í bólusetningu,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn skotinn í Helsingborg og sprenging í miðborginni

Einn skotinn í Helsingborg og sprenging í miðborginni
Pressan
Í gær

Hryllingsmínúturnar 34 í Kongsberg – Sá grunaði sagður hafa snúist til Íslamstrúar

Hryllingsmínúturnar 34 í Kongsberg – Sá grunaði sagður hafa snúist til Íslamstrúar
Pressan
Í gær

Frakkar krefja Breta um greiðslu fyrir að stöðva ferðir förufólks yfir Ermarsund

Frakkar krefja Breta um greiðslu fyrir að stöðva ferðir förufólks yfir Ermarsund
Pressan
Fyrir 2 dögum

Danskir vísindamenn gera tilraunir með nýja meðferð við COVID-19

Danskir vísindamenn gera tilraunir með nýja meðferð við COVID-19
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nancy Pelosi dregin úr kaþólskri messu í Róm af öryggisvörðum vegna bóluefnamótmæla

Nancy Pelosi dregin úr kaþólskri messu í Róm af öryggisvörðum vegna bóluefnamótmæla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rúmenska heilbrigðiskerfið ræður ekki við álagið vegna fjórðu bylgju kórónuveirunnar

Rúmenska heilbrigðiskerfið ræður ekki við álagið vegna fjórðu bylgju kórónuveirunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að Rússar hafi stolið uppskriftinni að bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni

Segja að Rússar hafi stolið uppskriftinni að bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leita að þeim sem drápu 14 friðaðar kengúrur

Leita að þeim sem drápu 14 friðaðar kengúrur