fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Í 29 ár grunaði engan neitt en þá gafst hann sjálfur upp

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. september 2021 06:59

Darko Desic. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku gaf Darko Desic, 64 ára, sig fram við lögregluna í New South Wales í Ástralíu. Hann fæddist í fyrrum Júgóslavíu en flutti til Ástralíu. Þar komst hann í kast við lögin og var dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi fyrir vera með bannaðar plöntur í garðinum sínum.

Hann var 35 ára þegar hann hlaut dóminn. Þegar hann hafði setið inni í 13 mánuði tókst honum að strjúka snemma morguns þann 1. ágúst 1992. Lögreglan skýrði frá því á sínum tíma að hann hefði notað þjöl til að saga rimla í sundur og komast þannig út í frelsið.

Lögreglunni tókst ekki að finna hann og hann komst til Avalon sem er á norðurströnd Ástralíu. Þar starfaði hann í byggingariðnaði og komst algjörlega hjá öllum samskiptum við yfirvöld næstu 29 árin

„Hann segist hafa búið í Avalon og hafi starfað í byggingariðnaði þar í tæplega þrjá áratugi og hafi fengið greitt í reiðufé. Hann hefur verið löghlýðinn síðan hann strauk og við veittum honum aldrei athygli. Hann sagðist aldrei hafa valdið neinum vandræðum og því hafi enginn tekið eftir honum.“ hefur The Daily Telegraph eftir talsmanni lögreglunnar.

En heimsfaraldurinn gerði honum erfitt fyrir og hann missti vinnuna og heimili sitt og neyddist til að sofa úti. Að lokum gafst hann upp og sagðist frekar vilja fara í fangelsi þar sem hann hefði að minnsta kosti þak yfir höfuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu