fbpx
Fimmtudagur 23.september 2021
Pressan

Eftirlifendur frá Útey fá morðhótanir og hatursskilaboð – „Synd að Breivik miðaði ekki betur“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. júlí 2021 05:49

Útey þar sem Breivik myrti tugi saklausra ungmenna. Mynd:Wikimedia Commons.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær voru tíu ár liðin frá því að norski öfgahægrimaðurinn Anders Behring Breivik myrti 69 ungmenni á eyjunni Útey og 8 í sprengjutilræði í Osló. Margir þeirra sem lifðu hryllinginn á Útey af hafa fengið morðhótanir og hatursskilaboð.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn „Nasjonalt kunnskapssenter om vold og traumatisk stress“ (NKVTS).

VG skýrir frá þessu. Fram kemur að meðal eftirlifendanna sé Astrid Willa Eide Hoem en hún sá Breivik skjóta vini hennar til bana. „Þetta er mjög sorglegt en ég verð að segja að ég er ekki hissa því þetta hef ég heyrt síðustu tíu ár,“ sagði hún um niðurstöður rannsóknarinnar.

Þær sýna að tveir af hverjum þremur hafa fengið morðhótanir og hatursskilaboð eftir hryllinginn á Útey.

„Þeir sem voru drepnir eða limlestir eru föðurlandssvikarar.“

„Held að það hefði verið best fyrir okkur ef þið hefðuð verið áfram á Útey og hefðuð ekki lifað af. Synd að Breivik miðaði ekki betur.“

„Gættu þín – næst verð ég þarna með Magnum og þá munt þú deyja, svínið þitt.“

Svona hljóða sum þeirra skilaboða sem eftirlifendurnir hafa fengið.

Astrid, sem er núverandi formaður ungmennahreyfingar Verkamannaflokksins, sem stóð fyrir ferðinni til Úteyjar í júlí 2011, segir að flestir eftirlifenda haldi sig til hlés. „Margir halda að það séu bara þeir eftirlifendur sem koma mest fram í fjölmiðlum og tala um þetta sem fá svona skilaboð. En það er líka venjulegt fólk sem hefur rætt einu sinni við staðarfjölmiðla. Því berast einnig hatursskilaboð, morðhótanir og er áreitt,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Loksins hefur Boris Johnson staðfest hvað hann á mörg börn – „Ég skipti um margar bleiur“

Loksins hefur Boris Johnson staðfest hvað hann á mörg börn – „Ég skipti um margar bleiur“
Pressan
Í gær

Staðfest að líkið er af Gabby Petito og að hún var myrt

Staðfest að líkið er af Gabby Petito og að hún var myrt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfull smáskilaboð vekja athygli í máli Gabby Petito – Húsleit gerð hjá fjölskyldu unnusta hennar

Dularfull smáskilaboð vekja athygli í máli Gabby Petito – Húsleit gerð hjá fjölskyldu unnusta hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Minnisblað varpar ljósi á áætlun lögmanna Trump um að ógilda niðurstöður forsetakosninganna

Minnisblað varpar ljósi á áætlun lögmanna Trump um að ógilda niðurstöður forsetakosninganna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný stofnun á að glíma við heimsfaraldra framtíðarinnar og þróa bóluefni hratt og örugglega

Ný stofnun á að glíma við heimsfaraldra framtíðarinnar og þróa bóluefni hratt og örugglega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Of mikill frítími eykur ekki vellíðan fólks

Of mikill frítími eykur ekki vellíðan fólks