fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

6. maí 2022 klukkan 06.34 – Verður það dómsdagur?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. júlí 2021 05:59

Jörðin séð frá Apollo 17. Mynd/NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnufræðingar hafa fram að þessu uppgötvað 22.000 loftsteina sem eru á braut nærri jörðinni. Að meðaltali lenda stórir loftsteinar, meira en 1.000 metrar í þvermál, í árekstri við jörðina einu sinni á hverjum milljón árum. Loftsteinar af þessari stærð geta gert út af við líf í heilli heimsálfu. Tvisvar til þrisvar á öld lenda loftsteinar, undir 20 metrum í þvermál, í árekstri við jörðina og valda miklu tjóni. Loftsteinar í stærðarflokkum þarna á milli valda einnig miklu tjóni ef þeir lenda í árekstri við jörðina okkar. Einn slíkur getur hugsanlega skollið á jörðinni þann 6. maí 2022 klukkan 06.34 að íslenskum tíma.

Þeir loftsteinar sem stjörnufræðingar finna eru settir í flokka eftir því hversu hættulegir þeir eru. Miðað er við tvo þætti í þessari flokkun. Annar er hversu miklar líkur eru á að þeir lendi í árekstri við jörðina og hinn er hversu miklu tjóni þeir munu þá valda. Hér á eftir er yfirlit yfir nokkra loftsteina sem geta hugsanlega lent í árekstri við jörðina okkar.

Dómsdagsloftsteinninn

Loftsteinninn sem gerði út af við risaeðlurnar fyrir 66 milljónum ára var rúmlega 10 kílómetrar í þvermál. Sem betur fer er ekki vitað um neinn svona stóran loftstein sem gæti rekist á jörðina. Sá stærsti sem er vitað um nefnist 1950 DA en hann er 1,3 kílómetrar í þvermál. Ef hann lendir í árekstri við jörðina mun gígur, sem er 19 kílómetrar í þvermál, myndast og allt að 100 metra háar flóðbylgjur myndu myndast víða á jörðinni. Þessi loftsteinn fer næst fram hjá jörðinni 2032. Hann getur hugsanlega lent í árekstri við hana árið 2880 en líkurnar á því eru 1/8300. Ef það gerist getur það gert út af við líf í heilli heimsálfu og haft gríðarleg áhrif á líf á allri jörðinni.

Loftsteinn. Mynd:NASA

Bennu

Bandaríska geimferðastofnunin NASA sendi nýlega geimfar til að taka sýni af loftsteininum Bennu til að rannsaka samsetningu hans og til að komast að hvernig hann myndi hegða sér ef hann lendir í árekstri við jörðina. Bennu er 565 metrar í þvermál og gæti rekist á jörðina í framtíðinni. Næst fer hann fram hjá henni árið 2135 en á árunum 2175-2196 er hugsanlegt að hann lendi í árekstri við heimkynni okkar. Líkurnar á því eru 1/2700. Ef það gerist myndi aflið svara til þess að 8.000 kjarnorkusprengjur, eins og var varpað á Hiroshima í síðari heimsstyrjöldinni, væru sprengdar samtímis. Það myndi nægja til að gera landsvæði á stærð við Skandinavíu að engu.

Bennu. Mynd:NASA

Hvað gerir 2000 SG344?

2000 SG344 er stærsti þekkti loftsteinninn, sem meira en 0,1% líkur eru á að rekist á jörðina, í sólkerfinu. Þessi loftsteinn er sá sem er líklegast að lendi í árekstri við jörðina á næstu 100 árum. Hann er 37 metrar í þvermál og því tvisvar sinnum stærri en loftsteinninn sem sprakk yfir Tjeljabinsk í Rússlandi 2013 en þá slösuðust 1.500 manns og 7.000 byggingar skemmdust. 2000 SG344 fer næst fram hjá jörðinni 2028 en hugsanlega lendir hann í árekstri við hana á árunum 2069-2113 en líkurnar á því eru 1/380. Hann gæti lagt heila borg í rúst.

Loftsteinn sem sprakk yfir jeljabinsk í Rússlandi fyrir nokkrum árum.

Sá hraðskreiði

Loftsteinninn 2009 JF1 getur hugsanlega lent í árekstri við jörðina þann 6. maí 2022 klukkan 06.34 að íslenskum tíma samkvæmt útreikningum NASA. Hann er 130 metrar í þvermál og þeysist um himingeiminn á tæplega 24 kílómetra hraða á sekúndu. Ef hann lendir í árekstri við jörðina munu milljónir manna látast, það er að segja ef hann lendir á þéttbyggðu svæði. Við getum þó hrósað happi yfir að líkurnar á árekstri eru litlar eða 1/3800.

Apophis

Stjörnufræðingar uppgötvuðu Apophis 2004. Þá töldu þeir töluverða hættu á að hann lenti í árekstri við jörðina árið 2068 en það myndi hafa gríðarlegar afleiðingar því hann er 340 metrar í þvermál. En nýjustu útreikningar sýna að 99,99974% líkur eru á að hann þjóti fram hjá jörðinni 2068. Einnig er reiknað með að hann verði aðeins í 30.000 km hæð þegar hann þýtur næst fram hjá okkur en það verður 2029. Líkurnar á árekstri eru sem sagt nú aðeins taldar vera 1/380.000

Á þessari teikningu frá NASA sést braut Apophis.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug