fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Pressan

„Heimsfaraldursflóttamenn“ streyma að landamærum Bandaríkjanna

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 6. júní 2021 07:30

Flóttamenn reyna að komast yfir bandarísku landamærin við Mexíkó. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Heimsfaraldursflóttamenn“ streyma nú að bandarísku landamærunum í von um að komast inn í fyrirheitna landið. Margir þeirra eru frá Suður-Ameríku en einnig koma sumir alla leið frá Indlandi. Fólkið er að flýja bágt efnahagsástand og slæm lífsskilyrði í heimalöndum sínum en þau hafa farið mjög versnandi vegna heimsfaraldursins.

Við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna hefur yfirleitt farið mest fyrir fólki sem flýr náttúruhamfarir  í Mið-Ameríku og glæpaölduna í Mexíkó. En nú er ný tegund flóttamanna farin að koma í auknum mæli að landamærunum. Þetta eru svokallaðir „heimsfaraldurs flóttamenn“ sem koma frá Brasilíu, Venesúela, Ekvador og jafnvel Indlandi. Þeir flýja sjúkdóma, dauða, slæmt efnahagsástand og almennt slæm lífsskilyrði en allt hefur þetta versnað í heimsfaraldrinum.

Samkvæmt tölum frá bandarískum yfirvöldum þá komu 12.500 flóttamenn frá Ekvador til Bandaríkjanna í mars en þeir voru 3.568 í janúar. Tæplega 4.000 Brasilíumenn komu til landsins í mars og um 3.500 Venesúelabúar. Í janúar komu um 300 manns frá hvoru þessara landa.

Á undanförnum mánuðum hafa flóttamenn frá 160 þjóðríkjum verið skráðir við landamærin. Margir þeirra koma frá löndum þar sem heimsfaraldurinn hefur nánast knésett þau, bæði efnahagslega og félagslega.

Dæmi eru um að stöndugir Indverjar og stöndugt fólk frá öðrum Asíuríkjum hafi flogið til Mexíkóborgar og síðan tekið rútu til bandarísku landamæranna. The New York Times skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Dart klessti á loftstein í gærkvöldi – Var á 22.530 km hraða

Dart klessti á loftstein í gærkvöldi – Var á 22.530 km hraða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kyrktar og „pakkað saman“ – Morðinginn náðist 32 árum síðar

Kyrktar og „pakkað saman“ – Morðinginn náðist 32 árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að fjögurra daga vinnuvika geti dregið úr framfærslukostnaði

Segja að fjögurra daga vinnuvika geti dregið úr framfærslukostnaði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óbeinar reykingar og óbeinar, óbeinar, reykingar

Óbeinar reykingar og óbeinar, óbeinar, reykingar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Heyrði eiginkonu sína tala í svefni – Lét lögregluna strax vita hvað hún sagði

Heyrði eiginkonu sína tala í svefni – Lét lögregluna strax vita hvað hún sagði
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þetta eru nokkur snemmbúin merki um elliglöp

Þetta eru nokkur snemmbúin merki um elliglöp
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ganga er góð fyrir heilsuna og hröð ganga er enn betri

Ganga er góð fyrir heilsuna og hröð ganga er enn betri