fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

„Heimsfaraldursflóttamenn“ streyma að landamærum Bandaríkjanna

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 6. júní 2021 07:30

Flóttamenn reyna að komast yfir bandarísku landamærin við Mexíkó. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Heimsfaraldursflóttamenn“ streyma nú að bandarísku landamærunum í von um að komast inn í fyrirheitna landið. Margir þeirra eru frá Suður-Ameríku en einnig koma sumir alla leið frá Indlandi. Fólkið er að flýja bágt efnahagsástand og slæm lífsskilyrði í heimalöndum sínum en þau hafa farið mjög versnandi vegna heimsfaraldursins.

Við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna hefur yfirleitt farið mest fyrir fólki sem flýr náttúruhamfarir  í Mið-Ameríku og glæpaölduna í Mexíkó. En nú er ný tegund flóttamanna farin að koma í auknum mæli að landamærunum. Þetta eru svokallaðir „heimsfaraldurs flóttamenn“ sem koma frá Brasilíu, Venesúela, Ekvador og jafnvel Indlandi. Þeir flýja sjúkdóma, dauða, slæmt efnahagsástand og almennt slæm lífsskilyrði en allt hefur þetta versnað í heimsfaraldrinum.

Samkvæmt tölum frá bandarískum yfirvöldum þá komu 12.500 flóttamenn frá Ekvador til Bandaríkjanna í mars en þeir voru 3.568 í janúar. Tæplega 4.000 Brasilíumenn komu til landsins í mars og um 3.500 Venesúelabúar. Í janúar komu um 300 manns frá hvoru þessara landa.

Á undanförnum mánuðum hafa flóttamenn frá 160 þjóðríkjum verið skráðir við landamærin. Margir þeirra koma frá löndum þar sem heimsfaraldurinn hefur nánast knésett þau, bæði efnahagslega og félagslega.

Dæmi eru um að stöndugir Indverjar og stöndugt fólk frá öðrum Asíuríkjum hafi flogið til Mexíkóborgar og síðan tekið rútu til bandarísku landamæranna. The New York Times skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku