fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Fílahjörð hefur skilið eftir sig 500 kílómetra eyðileggingaslóð

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. júní 2021 18:33

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur 15 fíla hefur skilið eftir sig 500 kílómetra slóð eyðileggingar í Kína. Fílarnir sluppu út úr þjóðgarði í suðvesturhluta landsins í apríl og hafa síðan valdið miklu tjóni.

The Guardian segir að þeir hafi meðal annars étið heilan maísakur upp til agna og jafnað hlöðu við jörðu og tæmt vatnstank.

Upptökur sýna fílana á ferð í bæjum og á meðan geta íbúarnir bara staðið aðgerðalausir hjá og fylgst með þeim.

Talið er að fílarnir hafi eyðilagt 56 hektara af ökrum og er tjónið metið á sem nemur um 200 milljónum íslenskra króna.

Síðast þegar fréttist var hópurinn á leið til stórborgarinnar Kunming en þar búa um 6,6 milljónir manna. Enginn hefur enn sem komið er slasast af völdum fílanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu