fbpx
Mánudagur 26.júlí 2021
Pressan

Þjóðverjar loka skjalageymslum Stasi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. júní 2021 07:40

Merki Stasi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudaginn lokuðu þýsk yfirvöld skjalasafni austurþýsku leyniþjónustunnar Stasi en það hafði verið opið almenningi í 30 ár. Þjóðverjar gátu fengið aðgang að gögnum leyniþjónustunnar um þá sjálfa og það eftirlit sem þeir sættu á tímum Austur-Þýskalands.

Í skjalasafninu eru margar milljónir skjala, ljósmynda og hljóðupptaka. Margt sem þar er að finna hefur vakið mikla athygli og varpað ljósi á umfang njósna og eftirlits kommúnistastjórnarinnar í Austur-Þýskalandi með eigin þegnum.

Þrátt fyrir að skjalasafninu sé nú lokað eða öllu heldur lagt niður sem sérstök stofnun þýðir það ekki að skjölunum verði eytt. Stofnunin, sem sá um rekstur þeirra, hefur nú verið færð undir skjalasafns Sambandslýðveldisins sem er með höfuðstöðvar í bænum Koblenz í vesturhluta landsins. 1.300 starfsmenn Stasi-skjalasafnsins færast nú til skjalasafns Sambandslýðveldisins. Stasiskjölin verða áfram í fyrrum höfuðstöðvum Stasi í Berlín og á öðrum stöðum í austurhluta landsins.

Það var Sambandsþingið sem ákvað í nóvember að leggja Stasi-skjalasafnið niður sem sjálfstæða stofnun. Ríkisstjórnin hefur heitið því að áfram verði hægt að rannsaka skjölin og vinna með þau.

Frá falli Austur-Þýskalands hafa um 3,5 milljónir beiðna borist frá fyrrum íbúum Austur-Þýskalands um aðgang að leyniskjölunum sem útsendarar Stasi höfðu gert um þá. Í heildina hafa rúmlega 7,3 milljónir beiðna borist um aðgang að skjölunum ef beiðnir frá vísindamönnum og háskólafólki eru taldar með.

Stasi var í hæðni sögð vera stærsti vinnuveitandinn í Austur-Þýskalandi en leyniþjónustan var með um 100.000 manns í fullri vinnu. Að auki voru um 150.000 „óopinberir“ uppljóstrarar auk mikils fjölda „svikara“ sem tilkynntu Stasi um eitt og annað varðandi samborgara sína.

Þegar Berlínarmúrinn féll í nóvember 1989 voru gögn um rúmlega 6 milljónir manna í skjalasafni Stasi. Að auki voru um 15.000 ruslapokar með skjölum sem búið var að setja í tætara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýtt stefnumótaapp á markaðinn í Íran

Nýtt stefnumótaapp á markaðinn í Íran
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa fundið ummerki eftir loftsteininn sem drap risaeðlurnar

Hafa fundið ummerki eftir loftsteininn sem drap risaeðlurnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eftirlifendur frá Útey fá morðhótanir og hatursskilaboð – „Synd að Breivik miðaði ekki betur“

Eftirlifendur frá Útey fá morðhótanir og hatursskilaboð – „Synd að Breivik miðaði ekki betur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

COVID-19 sjúklingur dulbjó sig sem konu til að geta ferðast flugleiðis

COVID-19 sjúklingur dulbjó sig sem konu til að geta ferðast flugleiðis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svíar hyggjast þyngja refsingar yfir ungmennum

Svíar hyggjast þyngja refsingar yfir ungmennum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann er einn áhrifamesti andstæðingur bólusetninga í Bandaríkjunum

Hann er einn áhrifamesti andstæðingur bólusetninga í Bandaríkjunum