fbpx
Sunnudagur 03.júlí 2022
Pressan

Lést þegar sprengja úr síðari heimsstyrjöldinni sprakk

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. maí 2021 19:05

Lögreglumenn að rannsaka vettvang. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn lést Raziv Hilly, 29 ára, þegar sprengja úr síðari heimsstyrjöldinni sprakk á Salómonseyjum í Kyrrahafi. Það eru margir áratugir síðan að bandarískar hersveitir yfirgáfu eyjarnar en íbúarnir búa enn við hættu sem stafar af sprengjum úr síðari heimsstyrjöldinni. Dauði Hilly hefur vakið upp háværar raddir um að Bandaríkjamenn og aðrir fjarlægi sprengjur og önnur hættuleg vopn sem urðu eftir á eyjunum eftir síðari heimsstyrjöldina.

Á síðasta ári létust tveir ástralskir sprengjusérfræðingar þegar þeir voru við störf á eyjunum. Á sunnudaginn lést Hilly þegar sprengja sprakk og þrír særðust. Tveir þeirra eru í lífshættu en sá þriðji er lítið meiddur.

Talsmaður lögreglunnar sagði að sprengjan hafi sprungið þegar fjáröflunarsamkoma stóð yfir í höfuðborginni Honiara. Hópur fólks ákvað að kveikja eld til að elda mat yfir á meðan á samkomunni stóð. Fólkið vissi ekki að undir bálkestinum var bandarísk sprengja síðan úr síðari heimsstyrjöldinni. Hún sprakk síðan með fyrrgreindum afleiðingum. Sky News skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Læknar voru agndofa þegar þeir sáu hvað var í maga mannsins

Læknar voru agndofa þegar þeir sáu hvað var í maga mannsins
Pressan
Fyrir 1 viku

Fundu áður óþekktan hóp ísbjarna á „ómögulegum“ stað

Fundu áður óþekktan hóp ísbjarna á „ómögulegum“ stað
Pressan
Fyrir 1 viku

Stjörnufræðingar fundu hratt stækkandi svarthol

Stjörnufræðingar fundu hratt stækkandi svarthol
Pressan
Fyrir 1 viku

Kjarnorkuvopnum fjölgar í fyrsta sinn áratugum saman

Kjarnorkuvopnum fjölgar í fyrsta sinn áratugum saman
Pressan
Fyrir 1 viku

Foreldrar hennar neyddu hana til að gefa barnið – 44 árum síðar gerðist svolítið frábært

Foreldrar hennar neyddu hana til að gefa barnið – 44 árum síðar gerðist svolítið frábært
FréttirPressan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Örvænting grípur um sig í Port Elizabeth – „Day zero“ nálgast óðfluga

Örvænting grípur um sig í Port Elizabeth – „Day zero“ nálgast óðfluga
Pressan
Fyrir 1 viku

Lífveran frá helvíti – Stundar kynlíf á andliti þínu og kúkar á þig á meðan þú sefur

Lífveran frá helvíti – Stundar kynlíf á andliti þínu og kúkar á þig á meðan þú sefur