fbpx
Fimmtudagur 13.maí 2021
Pressan

Lögreglan hefur verið kölluð að heimili Harry og Meghan níu sinnum á níu mánuðum

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 15:48

Hjónin ræða við Oprah. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífið er aldeilis ekki alltaf dans á rósum og á það einnig við um þau Harry Bretaprins og Meghan Markle. Þau fluttu til Kaliforníu-fylkis fyrir níu mánuðum síðan og hefur lögreglan þurft að koma heim til þeirra að jafnaði einu sinni í mánuði meðan þau hafa búið þar.

Samkvæmt gögnum frá lögreglunni í Santa Barbara hefur öryggiskerfi þeirra hjóna farið átta sinnum í gang vegna gruns um innbrot og einu sinni hafa þau sjálf þurft að kalla eftir lögregluaðstoð vegna fólks á eign þeirra í leyfisleysi.

Að minnsta kosti einu sinni hefur innbrotsþjófur verið gómaður af lögreglu en Nickolas Brooks var handtekinn fyrir að ráfa inn á lóð þeirra. Hann var undir áhrifum eiturlyfja þegar braut sér leið þangað inn.

Um leið og þau hjónin sögðu sig úr bresku konungsfjölskyldunni misstu þau öll forréttindi sem því fylgdi, þar á meðal öryggisgæslu. Það kom þeim á óvart að konungsfjölskyldan skyldi hætta að greiða hana enda var Harry fæddur í fjölskylduna og erfði hættuna sem því fylgdi. Þau hafa því þurft að greiða sjálf úr eigin vasa fyrir öryggisgæslu og eru alls ekki sátt með það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það sem ekki átti að geta gerst gerðist – Var úti á miðri glerbrú þegar glerið fauk úr

Það sem ekki átti að geta gerst gerðist – Var úti á miðri glerbrú þegar glerið fauk úr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hlébarði hefur gengið laus nærri kínverskri stórborg í rúma viku

Hlébarði hefur gengið laus nærri kínverskri stórborg í rúma viku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heimsfaraldurinn leikur Indverja grátt og við bætist annar hryllingur – „Þetta er martröð ofan í faraldurinn“

Heimsfaraldurinn leikur Indverja grátt og við bætist annar hryllingur – „Þetta er martröð ofan í faraldurinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

NASA gagnrýnir Kínverja fyrir ábyrgðarleysi í geimnum

NASA gagnrýnir Kínverja fyrir ábyrgðarleysi í geimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjar upplýsingar í máli Anne-Elisabeth – „Hún hafði fengið nóg“

Nýjar upplýsingar í máli Anne-Elisabeth – „Hún hafði fengið nóg“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spendýr með stóra heila eru kannski ekki svo greind

Spendýr með stóra heila eru kannski ekki svo greind
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fólk er tilbúið í bólfarir – Sala á smokkum tekur mikinn kipp

Fólk er tilbúið í bólfarir – Sala á smokkum tekur mikinn kipp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að Kínverjar auki kúgun sína og séu árásargjarnir

Segir að Kínverjar auki kúgun sína og séu árásargjarnir