fbpx
Laugardagur 17.apríl 2021
Pressan

Tinder-stefnumót breyttist í martröð – Nauðgun og stunga í háls

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 5. apríl 2021 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tinder-stefnumót sem fór fram í New York-borg í síðustu viku endaði með ósköpum. Þar á maður að hafa nauðgað konu sem er sökuð um að bregðast við með því að stinga hann í hálsinn og stela veskinu hans. New York Post greinir frá þessu.

Atvikið átti sér stað í íbúð konunnar í Manhattan, en maðurinn Milos Maglich, 29 ára, hefur verið handtekinn og kærður fyrir kynferðisbrot. Konan á að hafa margneitað honum um að stunda endaþarmsmök, og hann hótað því að nauðga henni. Síðan hafi hann ráðist á og nauðgað konunni, sem hafi stungið hann í sjálfsvörn.

Maglich heldur því fram að hann sé fórnarlambið, en ekki konan. Verjandi hans sagði hann neita sök. „Kærandinn stakk skjólstæðing minn í hálsinn og stal eigum hans.“ Hann gaf lögreglu skýrslu varðandi meint brot konunnar, en kvörtunum hans var vísað frá.

Er Maglich gekk úr réttarsal á laugardag spurði blaðamaður hann hvernig „Tinder-deitið“ hefði gengið. Hann svarði: „Já ég var stunginn í hálsinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blóðtappar uppgötvuðust í tilraunum með Janssen-bóluefnið

Blóðtappar uppgötvuðust í tilraunum með Janssen-bóluefnið
Pressan
Í gær

Nafn bæjarins var of dónalegt fyrir Facebook – Bæjarstjórinn er brjálaður

Nafn bæjarins var of dónalegt fyrir Facebook – Bæjarstjórinn er brjálaður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpanir í spillingarmálum gera Netanyahu erfitt fyrir við ríkisstjórnarmyndun

Afhjúpanir í spillingarmálum gera Netanyahu erfitt fyrir við ríkisstjórnarmyndun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar vara Bandaríkin við – „Standið ekki vitlausum megin við 1,4 milljarða Kínverja“

Kínverjar vara Bandaríkin við – „Standið ekki vitlausum megin við 1,4 milljarða Kínverja“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íranir ætlar að hefna sín á Ísrael eftir rafmagnsleysi í kjarnorkuveri

Íranir ætlar að hefna sín á Ísrael eftir rafmagnsleysi í kjarnorkuveri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bretar hafa náð markmiðum sínum – Öllum yfir fimmtugu hefur verið boðin bólusetning

Bretar hafa náð markmiðum sínum – Öllum yfir fimmtugu hefur verið boðin bólusetning
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er allsherjarstríð yfirvofandi í Evrópu?

Er allsherjarstríð yfirvofandi í Evrópu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fengu yfir hundrað þúsund kvartana vegna umfjöllunar um dauða Filippusar

Fengu yfir hundrað þúsund kvartana vegna umfjöllunar um dauða Filippusar