fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Loftsteinninn Apophis lendir ekki í árekstri við jörðina næstu 100 árin hið minnsta

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. apríl 2021 16:30

Loftsteinn sem sprakk yfir jeljabinsk í Rússlandi fyrir nokkrum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska geimferðastofnunin NASA segir að loftsteinninn Apophis muni ekki lenda í árekstri við jörðina á næstu 100 árum hið minnsta. Loftsteinninn hafði valdið vísindamönnum áhyggjum síðustu 15 árin því líkur voru taldar á að hann gæti lent í árekstri við jörðina.

Hann komst í fréttirnar 2004 þegar hann fannst og spár gerðu ráð fyrir að hann gæti hugsanlega lent í árekstri við jörðina. Hann er 340 metrar í þvermál og því ansi stór loftsteinn. Talið var að hann myndi koma hættulega nærri jörðinni 2029 og aftur 2036. NASA sagði að hann myndi ekki lenda í árekstri við jörðina í þessi skipti en hætta væri á að það gerði hann 2068.

En nýjar rannsóknir og athuganir með stjörnusjónaukum hafa leitt í ljós að engin hætta er á árekstri 2068 og hefur NASA nú tekið loftsteininn af lista yfir loftsteina sem hætta stafar frá.

Í tilkynningu frá NASA kemur fram að nýjustu útreikningar sýni að engar líkur séu á árekstri næstu 100 árin.

Apophis fer fram hjá jörðinni í 32.000 km fjarlægð föstudaginn 13. apríl 2029 og þá mun vísindamönnum veitast gott tækifæri til að skoða hann betur. Þetta er ansi nálægt eða um tíundi hluti fjarlægðarinnar til tunglsins og nær jörðu en margir gervihnettir sem eru á braut í 36.000 km hæð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun