fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Pressan

„Búk morðinginn“ játar tvö morð frá 1974 – Segist hafa myrt um 100 manns

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. apríl 2021 06:59

Richard Cottingham. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski raðmorðinginn Richard Cottingham, sem afplánar lífstíðardóm í fangelsi í New Jersey, játaði í gær fyrir dómara að hafa myrt tvær unglingsstúlkur árið 1974. Þessi morð bætast við langa og óhugnanlega sakaskrá Cottingham sem segist sjálfur hafa myrt um 100 manns.

Cottingham hefur viðurnefnið „Torso Killer“ (Búk morðinginn) vegna þess að hann var vanur að skera útlimina af fórnarlömbum sínum og skilja aðeins búkinn eftir.

Cottingham var færður fyrir dómara í gær og játaði hann fyrir honum að hafa myrt Mary Ann Pryor, 17 ára, og Lorraine Marie Kelly, 16 ára, í ágúst 1974. Þær fóru frá heimilum sínum í North Bergen þann 9. ágúst og ætluðu í verslunarmiðstöð í um 20 km fjarlægð. Þar ætluðu þær að kaupa sér sundfatnað fyrir fyrirhugaða ferð til Jersey Shore. Lík þeirra fundust fimm dögum eftir að þær hurfu.

Mary Ann Pryor og Lorraine Kelly.

Cottingham játaði að hafa rænt þeim og farið með á hótel þar sem hann hélt þeim föngnum. Þar nauðgaði hann þeim áður en hann drekkti þeim í baðkari.

Cottingham afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm í alríkisfangelsi í New Jersey fyrir önnur morð. Hann segist hafa myrt um 100 manns en lögreglunni í New York og New Jersey hefur tekist að tengja hann við 11 fram að þessu og eru morðin á Pryor og Kelly meðtalin. Lögreglan og saksóknarar telja öruggt að hann hafi myrt mun fleiri. Sky News skýrir frá þessu.

Cottingham hefur verið í fangelsi síðan 1981 en á síðasta ári játaði hann á sig þrjú morð sem voru framin seint á sjöunda áratugnum.

Saksóknarar segja að samið hafi verið við Cottingham í tengslum við játningar hans nú og fái hann tvo lífstíðardóma til viðbótar í júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skelfilegt ástand á Indlandi – Starfsfólk í líkbrennslum og grafreitum trúir ekki dánartölum yfirvalda

Skelfilegt ástand á Indlandi – Starfsfólk í líkbrennslum og grafreitum trúir ekki dánartölum yfirvalda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samband Bill og Melinda Gates – „Hún átti aðra kærasta“

Samband Bill og Melinda Gates – „Hún átti aðra kærasta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Amazonskógurinn losar meira koltvíildi en hann tekur í sig

Ný rannsókn – Amazonskógurinn losar meira koltvíildi en hann tekur í sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Proud Boys leggja upp laupana í Kanada

Proud Boys leggja upp laupana í Kanada
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dýrkeypt aðstoð við Bandaríkjamenn – Hefur setið í einangrun í tíu ár

Dýrkeypt aðstoð við Bandaríkjamenn – Hefur setið í einangrun í tíu ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borgaryfirvöld í Amsterdam vilja breyta ímynd borgarinnar – Ætla að reisa risastórt vændishús

Borgaryfirvöld í Amsterdam vilja breyta ímynd borgarinnar – Ætla að reisa risastórt vændishús