fbpx
Laugardagur 10.apríl 2021
Pressan

Raðmorðingi fékk að kenna á eigin meðulum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 05:27

Roger Reece Kibbe. Mynd: California Dept. of Corrections

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn fundu fangaverðir Roger Reece Kibbe lífvana á gólfinu í klefa hans í Mule Creek State fangelsinu í Sacramento í Bandaríkjunum. Klefafélagi hans var hjá honum þegar fangaverðir komu inn í klefann. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var Kibbe úrskurðaður látinn klukkustund síðar.

Kibbe afplánaði dóm fyrir morð og nauðganir á sjö konum á tveggja áratuga tímabili. Bandarískir fjölmiðlar segja að klefafélagi hans afpláni lífstíðardóm, án möguleika á reynslulausn, fyrir morð. Hann hefur nú verið fluttur í einangrunarklefa á meðan málið er rannsakað. Gary Redman, varalögreglustjóri í Amador County, sagði í samtali við The Sacramento Bee að andlátið sé rannsakað sem morð. Það má því kannski segja að Kibbe hafi fengið að kenna á eigin meðulum.

Hann var 81 árs þegar hann lést. Hann var dæmdur í 25 ára til lífstíðarfangelsi 1991 fyrir að hafa myrt Darcie Frackenpohl en lík hennar fannst nakið í Echo Summit í El Dorado County. 2008 sýndu dna-rannsóknir að hann tengdist sex morðum til viðbótar og náðu þau allt aftur til 1977. Kibbe viðurkenndi að hafa myrt sex konur til viðbótar þegar réttað var yfir honum 2009. Hann var dæmdur í sexfalt lífstíðarfangelsi fyrir að hafa numið Lou Ellen Burleigh, Lora Heedick, Barbara Ann Scott, Stephanie Brown, Charmaine Sabrah og Katherine Kelly Quinones á brott, nauðgað þeim og myrt.

Fyrir dómi kom fram að flestar konurnar hafði Kibbe bundið með fallhlífarsnúru, hann var sjálfur áhugamaður um fallhlífarstökk, og sett límband fyrir munn þeirra svo þær gætu ekki kallað eftir hjálp. Eina konuna kæfði hann með peysu hennar. Hann klippti fatnað þeirra með skærum, sem móðir hans hafði átt, nauðgaði þeim og myrti síðan. Hann fékk viðurnefnið „I-5 kyrkjarinn“ því Interstate 1 þjóðvegurinn kom við sögu í mörgum málanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bræður grunaðir um að hafa myrt fjölskyldu sína áður en þeir frömdu sjálfsvíg

Bræður grunaðir um að hafa myrt fjölskyldu sína áður en þeir frömdu sjálfsvíg
Pressan
Í gær

Lögreglan hefur verið kölluð að heimili Harry og Meghan níu sinnum á níu mánuðum

Lögreglan hefur verið kölluð að heimili Harry og Meghan níu sinnum á níu mánuðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morð, íkveikja og eins saknað

Morð, íkveikja og eins saknað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Danska ríkisstjórnin vill taka upp bíllausa sunnudaga

Danska ríkisstjórnin vill taka upp bíllausa sunnudaga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lá látinn í níu ár í íbúð sinni – „Hvernig gat þetta gerst?“

Lá látinn í níu ár í íbúð sinni – „Hvernig gat þetta gerst?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tvær konur grunaðar um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í Svíþjóð

Tvær konur grunaðar um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í Svíþjóð