Ljósmyndarinn Max Waugh var í safaríleiðangri í Suður-Afríku þegar hann sá eitthvað sem hann hafði aldrei séð áður. The Sun greinir frá. Hann hafði verið að mynda þrjá íkorna í tré að leika sér þegar hann náði þessari mögnuðu mynd.
Ekki liggur fyrir hvers kyns íkornarnir voru en ljósmyndarinn taldi þetta vera einn kvenkyns íkorni og tveir karlkyns, í þessari röð. Líklegast hafa þeir verið báðir að reyna að heilla kvenkyns íkornann en annar þeirra komið aðeins of seint í slaginn.
Pörunartímabil íkorna er í gangi en einnig gæti verið að þetta séu þrjú karldýr að berjast um yfirráð og því ekki mökunartilraun. Eina sem ljóst er, er að myndin hefur vakið mikla kátínu meðal netverja, enda er þetta ekki eitthvað sem maður sér á hverjum degi.