fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Pressan

Herða baráttuna gegn kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. febrúar 2021 22:15

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er um eitt ár síðan kórónuveirufaraldurinn braust út í Bandaríkjunum. Nú eru fyrstu merki þess að stjórn sé að nást á faraldrinum farin að sjást þótt þau séu ekki stór. Það er kominn gangur í bólusetningar en pólitísk átök um hver ber ábyrgðina á að nú hafa 25 milljónir manna smitast af veirunni og um 440.000 látist heldur áfram.

Fjöldi nýrra daglegra smita er enn mjög mikill en þó aðeins helmingur þess sem var í byrjun janúar. Um helgina höfðu um 27 milljónir landsmanna fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn veirunni en það svarar til um 7% af mannfjöldanum. Af stóru iðnvæddu ríkjunum eru aðeins Bretar komnir lengra í bólusetningum. Ef hægt verður að halda áfram að bólusetja af fullum krafti og bólusetja um 1,5 milljónir manna daglega verður búið að bólusetja stærstan hluta þjóðarinnar á næstu sex mánuðum.

Þess er vænst að lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson sæki um markaðsleyfi fyrir bóluefni sitt í þessari viku og ef og þegar það fær markaðsleyfi verður hægt að setja enn frekari kraft í bólusetningarnar. Að minnsta kosti standa vonir til þess. Það liggur líka á að mati sérfræðinga því staðan getur versnað á næstunni vegna nýrra og stökkbreyttra afbrigða sem eru mun meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar.

En á sama tíma og heilbrigðiskerfið er á fullu við að reyna að stöðva faraldurinn halda pólitísk átök, um hvar ábyrgðin á stöðunni er, áfram af fullum krafti. Þrátt fyrir að bóluefni hafi verið þróuð á methraða undir Operation Warp Speed hafa Donald Trump og stjórn hans sætt harðri gagnrýni fyrir viðbrögðin við faraldrinum. Þegar að búið var að veita fyrsta bóluefninu markaðsleyfi í Bandaríkjunum í desember kom í ljós að alvarlegir flöskuhálsar voru í dreifingarkerfinu og meðferð bóluefnanna.

Fljótlega eftir að stjórn Joe Biden tók við völdum 20. janúar sögðu talsmenn hennar að hún stæði eiginlega á byrjunarreit hvað varðar dreifingu bóluefna. „Ferlið við dreifingu bóluefnanna, sérstaklega utan dvalarheimila og sjúkrahúsa, var eiginlega ekki til staðar þegar við tókum við völdum í Hvíta húsinu,“ sagði Ron Klain, starfsmannastjóri Biden í samtali við NBC. Rannsókn á vegum Politifact bendir þó til að þetta sé ekki alveg rétt. Stjórn Trump hafði aðrar hugmyndir um hvernig ætti að haga dreifingunni og hafði útbúið nákvæmar áætlanir til langs tíma. „Þú getur ekki sagt að engin áætlun hafi verið til staðar þegar áætlunin er ekki sú sem þú vildir sjálfur búa til,“ sagði Josh Michaud, sérfræðingur í alþjóðarheilbrigðismálum, við Politifact.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverski rafbíllinn sem gerir aðra bílaframleiðendur skíthrædda

Kínverski rafbíllinn sem gerir aðra bílaframleiðendur skíthrædda
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skaut lögreglumann með lásboga

Skaut lögreglumann með lásboga
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þetta eru stærstu mistökin sem fólk gerir í atvinnuviðtölum

Þetta eru stærstu mistökin sem fólk gerir í atvinnuviðtölum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Voyager 1 er tæplega fimmtugt en kemur okkur enn á óvart með upplýsingum frá jaðri sólkerfisins

Voyager 1 er tæplega fimmtugt en kemur okkur enn á óvart með upplýsingum frá jaðri sólkerfisins