fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Fókus

Segir mestu skömm lífs síns að hafa hótað hljómsveit lífláti: „Búinn að senda sms: Þögn“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 18. maí 2024 09:00

Einar Ágúst Víðisson Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að verða frægur er engum hollt, nefndu mér eina barnastjörnu sem er í lagi. Fólk sem er farið að tilbiðja á einhvern hátt gengst upp í því. Þetta bætti mína brotnu sjálfsmynd að fá viðurkenningu, ég var alltaf að leitast eftir viðurkenningu, það þurfti öllum að líka við mig,“

segir Einar Ágúst Víðisson söngvari sem er nýjasti gestur Kiddu Svarfdal í podcasti hennar Fullorðins.

Segir hann frægðina þó hafa minnkað með árunum. Segist hann í dag vera búinn á því eftir að hafa verið í fjölmenni þar sem hann sé opinn og hafi þurft að læra að loka á að taka allt inn á sig.

Gafst upp á að vera góður maður

Einar Ágúst er fæddur og uppalinn á Norðfirði og var kominn í tónlistarbransann aðeins 16 ára gamall. „Það er mín mesta blessun í lífinu að ég hef alltaf verið umkringdur fólki sem hefur by far miklu meiri trú á mér en ég sjálfur,“ segir Einar Ágúst sem segist hafa verið rekinn frá Norðfirði, þar sem fólki fannst að hann væri búinn að gera allt fyrir austan og ætti að fara og „meika“ það í Reykjavík. Þar byrjaði hann að vinna við Útvarp Suðurland og kynntist strákunum í hljómsveitinni Skítamórall og byrjaði 23 ára gamall í sveitinni. Segist hann vera gríðarlega þakklátur fyrir tíma sinn í Skítamórall og af hafa upplifað þessa tíma.

„Ég hef komið mér á staði í lífinu þar sem ég hef gefist upp á að vera góður maður og verið vondur maður, sársaukinn var bara svo mikill,“ segir Einar Ágúst sem segist hafa mikla réttlætiskennd, en engu að síður hafa þurft að reyna á hvar mörkin lægju.

Einar Ágúst á þrjá stráka með þremur konum. Segist hann ekki hafa verið við kvenmann kenndur frá árinu 2017 síðan hann skildi við síðustu barnsmóðurina.

„Það endist engin kona með mér. Ég er alveg ómögulegur í sambúð. Ég klúðraði því stórfenglega,“ segir Einar Ágúst og vísar til hjónabands síns með fyrstu barnsmóður sinni. Segist hann hafa verið mikið í vinnu á þessum tíma og að elta einhver markmið og sleppt því að mæta á AA fundi. „Ég veikist af alkóhólisma aftur, búinn að vera edrú í einhver ár og átti í brasi með að ná mér upp aftur. Blessuð konan dugði þó nokkuð lengi en svo eðlilega gafst hún upp. Ég fór í fjórar innlagnir árið 2004, ég gat ekki orðið edrú og skildi ekki af hverju. Ok ég er bara búinn að fá ótrúlegar gjafir í lífinu, þær eru trúlega búnar, ég er búinn með alla sénsa, búinn að klúðra öllum tækifærunum og þá er bara eins gott að vera í ruglinu.“

Hótaði að drepa Írafár með slökkvitæki

Einar Ágúst rifjar upp að Skítamórall og Írafár hafi spilað saman á balli í Sjallanum á Akureyri. Segist hann hafa verið nýorðinn edrú á þessum tíma. „Alkóhólisti sem hættir að drekka og fíkill sem hættir að dópa, þá fyrst byrjar sjúkdómurinn að grassera. Ég var rosalega leiðinleg padda á þessum tíma, ég var skapstyggur, eirðarlaus og óánægður af því ég hafði ekki unnið sjálfsvinnu 12 spora kerfisins.“

Segir hann Írafár hafa verið í íbúð fyrir neðan hann og þau hafa verið svolítið að skemmta sér. „Það voru svolítil læti og ég var orðinn alveg brjálaður, svona Indriði. Búinn að senda sms: „Þögn.“ Það endar með að ég rýk niður, sparka upp hurðinni, gríp slökkvitæki og segi: „Ef þið grjóthaldið ekki kjafti þá fokking drep ég ykkur.“ Segir Einar Ágúst þetta eina sínu mestu skömm. „Þannig að ég hef hótað að drepa Írafár með slökkvitæki.“

Þakklátur fyrir þjáningarnar

Einar Ágúst greindist með veikindi 2011-2012. „Læknar og sérfræðingar hafa sagt að þetta er trauma sem ég verð fyrir í ofbeldissambandi, mig byrjar að verkja rosalega og stífna allur upp, hættur að geta bakkað bíl. Ég grét stundum eins og barn af kvölum. Það kom í ljós að ég er með meðfædda fæðingargalla, ég er með of stutta löpp, það er farið allt brjósk úr mjöðminni og ég þarf að fá titanium, ég verð svona verkjasjúklingur, “ segir Einar Ágúst.

„Allir sérfræðingar segja þetta afleiðingar af trauma, áfalli, og bara samansafn af áföllum gegnum ævina. Ég verð bara verkjaður og óvinnufær og að vera í stanslausum kvölum frá morgni til kvölds er ekki gott fyrir kvíða- og þunglyndissjúklinga,“ segir Einar Ágúst sem fór í þjálfun hjá Virk og á Reykjalundi. „Í dag kann ég að tækla þetta. En það tók mörg ár að vinna sig upp úr fátæktargildrunni. En sem betur fer hef ég getað leitað í tónlistina, það er alveg merkilegt að fólk vill enn hlusta á þessi lög.“

„Ég er þakklátari fyrir þær þjáningar sem ég hef gengið í gegnum, frekar en það sem hefur gengið vel,“ segir Einar Ágúst. „Það hefur enginn lært af því að vera Successful, það eina sem það gerir er að blása upp í rassgatið á þér og egóið á þér.“

Einar Ágúst og Kidda ræða fjölmargt fleira í viðtalinu sem horfa má á í fullri lengd í áskrift á fullordins.is.

Í þessari frétt er fjallað um þunglyndi og sjálfsvíg. Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opnar sig um íslensku og áhyggjurnar af heimalandinu – „Það virðist vera fullkomlega eðlilegt þessa dagana að trúa ekki á helförina“

Opnar sig um íslensku og áhyggjurnar af heimalandinu – „Það virðist vera fullkomlega eðlilegt þessa dagana að trúa ekki á helförina“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harry leitar að varanlegu heimili í Bretlandi

Harry leitar að varanlegu heimili í Bretlandi