Miðvikudagur 03.mars 2021
Pressan

Samfélagsmiðlar loga – Mikið grín gert að andláti Rush Limbaugh – „Hvíldu í hlandi“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 15:10

Rush Limbaugh

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsmaðurinn umdeildi Rush Limbaugh er látinn, 70 ára að aldri. Krabbamein varð Limbaugh að bana, en eiginkona hans greindi frá því í útvarpsþætti hans í gær.

Rush Limbaugh stórt nafn í Repúblikanaflokknum í Bandaríkjunum. Útvarpsþáttur hans, The Rush Limbaugh Show, var gríðarlega vinsæll, en hann var á dagskrá í 32 ár og hafði mótandi áhrif á stjórnmál og stjórnmálaumræðu vestanhafs.

Skoðanir Limbaugh voru ansi umdeildar, en þær voru sagðar litast af miklum fordómum gagnvart jaðar- og minnihlutahópum, og þá var hann gjarn á að fjalla um samsæriskenningar. Ein umdeildasta skoðun Limbaugh var þegar hann sagði að James Earl Ray, maðurinn sem myrti Martin Luther King, ætti skilið heiðursorðu bandaríska þingsins.

„Hvíldu í hlandi“

Samfélagsmiðlar hafa logað í kjölfar andláts Limbaugh, en margir fagna andláti hans. Þetta hefur verið sérstaklega áberandi á samfélagsmiðlinum Twitter, en þar hefur frasinn „hvíldu í hlandi“ (e. rest in piss) verið ansi vinsæll. Þá hafa ansi margir netbrandarar, eða meme, verið búin til vegna andlátsins.

Margir íhaldssamir Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt grínið og sagt óviðeigandi að gera grín að og fagna andláti einstaklinga. Margir spaugararnir hafa svarað því með því að benda á hatursfull ummæli Limbaugh, og að hann hafi sjálfur oft gert grín að minnihlutahópum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Staðhæfingar um kosningasvindl geta reynst koddakónginum dýrar

Staðhæfingar um kosningasvindl geta reynst koddakónginum dýrar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fleiri milljónamæringar í Lundúnum en New York

Fleiri milljónamæringar í Lundúnum en New York
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn – Öfgasinnað fólk á erfiðara með að leysa flókin verkefni

Ný rannsókn – Öfgasinnað fólk á erfiðara með að leysa flókin verkefni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að stefna Trump í umhverfismálum hafi kostað mörg þúsund mannslíf

Segja að stefna Trump í umhverfismálum hafi kostað mörg þúsund mannslíf
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjáðu myndbandið: Sleppti börnunum fram af þriðju hæð

Sjáðu myndbandið: Sleppti börnunum fram af þriðju hæð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Finnar grípa til harðra sóttvarnaaðgerða

Finnar grípa til harðra sóttvarnaaðgerða