fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Pressan

Sýknaður af ákæru um nauðgun en sakfelldur fyrir að hafa beitt blekkingum til að stunda kynlíf

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. nóvember 2021 07:05

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

19 ára karlmaður var í gær sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað konu. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir að hafa „laumast“ til að hafa kynlíf með konunni.  Hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi.

Það var Vestri Landsréttur í Danmörku sem kvað dóminn upp í gær og staðfesti þar með dóm undirréttar í Árósum frá því í mars.

Málsatvik voru þau að í janúar fóru maðurinn og þrír vinir hans í sumarhús í Odder og voru tvær jafnaldra konur með í för. Önnur konan stundaði kynlíf með einum vini mannsins af fúsum og frjálsum vilja og maðurinn stundaði kynlíf með hinni konunni í öðru herbergi í sumarhúsinu.

Báðir mennirnir viðruðu hugmyndir við konurnar um að þau myndu „skipta“ á bólfélögum en þær höfnuðu því. En mennirnir gáfust ekki upp og ákváðu að „skipta“ um bólfélaga án þess að konurnar uppgötvuðu það. Seinna um kvöldið skiptu þeir um herbergi en sögðu konunum það ekki.

Maðurinn læddist því inn til hinnar konunnar og þau stunduðu kynlíf en hún stóð í þeirri trú að um hinn manninn væri að ræða.

Maðurinn var ákærður fyrir nauðgun samkvæmt nýju ákvæði hegningarlaganna sem kveður á um að nauðgun sé ekki aðeins þegar samfarir eiga sér stað án samþykkis heldur nái ákvæðið einnig yfir samfarir þar sem annar aðilinn hefur ekki veitt samþykki sitt, til dæmis þar sem blekkingum er beitt eins og í þessu tilfelli.

Á báðum dómstigum var niðurstaðan að maðurinn hefði ekki gerst sekur um nauðgun en að hann hefði ekki fengið samþykki konunnar fyrir samförum og var hann sakfelldur fyrir að hafa beitt blekkingum til að stunda kynlíf en refsingin fyrir slík brot er vægari en fyrir nauðgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið
Pressan
Í gær

Hæfileikaríkur miðill blekkti bæjarstjórann upp úr skónum

Hæfileikaríkur miðill blekkti bæjarstjórann upp úr skónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Voyager 1 er tæplega fimmtugt en kemur okkur enn á óvart með upplýsingum frá jaðri sólkerfisins

Voyager 1 er tæplega fimmtugt en kemur okkur enn á óvart með upplýsingum frá jaðri sólkerfisins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan kom að 10-15 mönnum sem stóðu og fróuðu sér

Lögreglan kom að 10-15 mönnum sem stóðu og fróuðu sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tvær nýjar myndir um Hringadróttinssögu væntanlegar

Tvær nýjar myndir um Hringadróttinssögu væntanlegar