fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Pressan

Nokkurra vikna stúlka á gjörgæslu með kíghósta – „Þetta hefur verið algjör martröð“

Pressan
Föstudaginn 10. maí 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Líkurnar voru ekki með okkur en hún var mjög, mjög heppin,“ segir móðir eins og hálfs mánaðar gamallar stúlku sem veiktist alvarlega eftir að hafa fengið kíghósta.

Kíghósti hefur verið talsvert í umræðunni að undanförnu en pestin hefur greinst víða, meðal annars á Íslandi. Kíghósti er alvarleg öndunarfærasýking hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar. Hjá unglingum og fullorðnum einkennist sjúkdómurinn af langvarandi og þrálátum hósta og kvefeinkennum.

Litla stúlkan, Polly, kom í heiminn þann 26. mars síðastliðinn og segir móðir hennar, Kerry Pearson, að fæðingin hafi gengið eins og í sögu og þær mæðgur farið heim sama kvöld.

Fjórum dögum síðar, þann 30. mars, fór Kerry að finna fyrir slappleika, höfuðverk og miklum hósta. Þann 6. apríl byrjaði Polly svo að sýna svipuð einkenni sem virtust bara versna og versna. 10. apríl fékk hún svo slæmt hóstakast að hún varð blá og hætti að anda. Þá fóru Kerry og barnsfaðir hennar með hana á sjúkrahús þar sem kíghósti greindist.

Polly var færð á gjörgæsludeild St. Marys-sjúkrahússins í London þar sem henni var haldið sofandi í 10 daga. Um tíma var útlitið svart þar sem Polly hætti að anda í nokkur skipti til viðbótar. Hún er nú á ágætum batavegi en læknar telja að lungun muni þurfa nokkurn tíma til viðbótar til að jafna sig.

„Í gær fengum við að halda á henni í fyrsta skipti í 10 daga – það var einstök stund. Þetta hefur verið algjör martröð,“ segir Kerry í samtali við Mirror og bætir við að fólk þurfi að þekkja einkenni kíghósta og tryggja að bólusetningar séu í lagi.

Kerry segist sjálf hafa fengið bóluefni gegn kíghósta þegar hún var barn og aftur þegar hún var ólétt af eldri dóttur sinni, sem nú er sjö ára. En hún segir að henni hafi ekki verið boðin bólusetning þegar hún gekk með Polly og því hafi varnir hennar ef til vill ekki verið nógu góðar.

„Ef ég hefði fengið bóluefnið þegar ég var ólétt hefði það dugað Polly. Ég vil bara minna konur á að fá bóluefni gegn kíghósta þegar þær eru óléttar. Ef þér er ekki boðið bóluefnið þá skaltu biðja um að fá það,“ segir hún. Þá hvetur hún þá sem eru á móti bóluefnum að endurskoða afstöðu sína.

„Þetta er banvæn pest fyrir ungbörn og ekki áhættunnar virði.“

Á vef Landlæknis kemur fram að bólusetning sé áhrifarík leið til að koma í veg fyrir sjúkdóminn hjá ungum börnum.

„Mikilvægt er að byrja að bólusetja ung börn því sjúkdómurinn er hættulegastur hjá börnum yngri en 6 mánaða. Hér á landi eru börn bólusett við 3, 5 og 12 mánaða aldur og endurbólusett við 4 og 14 ára aldur. Bóluefnið verndar ekki lengur en í um 10 ár og því er möguleiki á að smitast síðar á ævinni. Víða erlendis hefur verið mælt með reglubundinni endurbólusetningu fullorðinna en hér á landi er eingöngu mælt með reglubundinni endurbólusetningu heilbrigðisstarfsmanna. Bólusetning barnshafandi kvenna dregur verulega úr sjúkdómi hjá börnum á fyrsta ári, sérstaklega börnum undir 3ja mánaða aldri sem hafa ekki fengið bólusetningu sjálf. Frá árinu 2019 hefur öllum barnshafandi konum verið boðin bólusetning gegn kíghósta í mæðravernd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærðfræðikennarinn Rebecca Joynes sakfelld fyrir kynferðisbrot gegn unglingum – Varð þunguð eftir 15 ára dreng

Stærðfræðikennarinn Rebecca Joynes sakfelld fyrir kynferðisbrot gegn unglingum – Varð þunguð eftir 15 ára dreng
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lítil stúlka slapp naumlega undan bráðri lífshættu á Tenerife

Lítil stúlka slapp naumlega undan bráðri lífshættu á Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hans var saknað í 26 ár: Fannst á lífi 200 metrum frá heimili sínu

Hans var saknað í 26 ár: Fannst á lífi 200 metrum frá heimili sínu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Krísa af stærstu gerð“

„Krísa af stærstu gerð“