fbpx
Þriðjudagur 28.maí 2024
Fókus

Evrópusambandið brjálað út í Eurovision og heimtar svör

Fókus
Mánudaginn 13. maí 2024 22:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvakeppni evrópsku sjónvarpsstöðvanna hefur sjaldan verið jafn umdeild og í ár. Áhorfið náði óþekktum hæðum, keppanda var vikið úr keppninni rétt fyrir úrslitakvöldið og skipuleggjendur keppninnar eru sakaðir um að hafa nýtt sér tæknina til að leyna bauli áhorfenda á flytjanda Ísrael. Þetta eru aðeins fáein dæmi um uppþotið í kringum Eurovision 2024.

Nú hefur sjálft Evrópusambandið blandað sér í málið, en fáni sambandsins var bannaður í keppninni. Varaforseti framkvæmdarstjórnar ESB birti harðorða yfirlýsingu í dag þar sem hann sagði líflegar samræður framundan við aðstandendur söngvakeppninnar. Þó svo Evrópusambandið sé ekki keppandi í Eurovision sjálft þá gera mörg aðildarríki þess það.

Varaforsetinn, Margaritis Schinas, sagði afstöðu sambands evrópska sjónvarpsstöðva, EBU, sem standa að Eurovision varpa þungum skugga á keppni sem átti að vera sameiginlegur fögnuður Evrópubúa.

„Þessi óskiljanlega afstaða EBU fá mig og milljónir áhorfenda til að spyrja fyrir hvað og hvern Eurovision stendur.“

Reglurnar í ár voru sem sagt þær að fólk mátti aðeins flagga fána síns lands og fána frá hinsegin samfélaginu.

Neglur, ritskoðun og mótmæli

Fleiri dæmi um uppákomur vegna keppninnar á laugardaginn eru til dæmis fjölmenn mótmæli sem voru haldin fyrir utan tónleikahöllina á laugardaginn þar sem aktívistinn Greta Thunberg var handtekin, og svo tilraunir flytjenda nokkurra landa til að lýsa yfir stuðningi við Palestínu með lúmskum hætti. Flytjandinn frá Portúgal gerði það til dæmis með naglalakki. Á nöglum sínum hafði hún mynstur sem margir kannast við af hálsklútum sem palestínska viðspyrnan klæðist. Mynstrið kallast keffiyeh. Á búningaæfingu fyrir keppnina voru neglur flytjandans, Iolanda hvítar.

Aðstandendur ritskoðuðu neglur Iolanda með því að deila ekki myndskeiðinu af flutningi hennar á laugardaginn heldur af flutningi hennar á undanúrslitunum.

Margir töldu svo að flytjandinn frá Ítalíu hefði með lúmskum hætti lýst yfir stuðningi með því að klæðast svörtu á meðan hún flaggaði ítalska fánanum, en þar með stóð hún á sviðinu í litum Palestínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Hundskammaði öryggisvörð á rauða dreglinum – Slétt sama þó hún sé sögð díva

Hundskammaði öryggisvörð á rauða dreglinum – Slétt sama þó hún sé sögð díva
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvar er Melania? – Galnar samsæriskenningar um fjarveru Melania Trump

Hvar er Melania? – Galnar samsæriskenningar um fjarveru Melania Trump
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jennifer Lopez spurð beint út í skilnaðarorðróminn – Svar hennar vekur athygli

Jennifer Lopez spurð beint út í skilnaðarorðróminn – Svar hennar vekur athygli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur brjálaðir yfir nýju málverki af Katrínu hertogaynju – „Er þetta brandari?“

Aðdáendur brjálaðir yfir nýju málverki af Katrínu hertogaynju – „Er þetta brandari?“