fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Sonur Heimis Hallgríms ráðinn yfirþjálfari Vals – Eysteinn Húni rekinn úr starfinu á dögunum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. maí 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnufélagið Valur hefur ráðið Hallgrím Heimsson yfirþjálfara barna- og unglingastarfs í fótbolta hjá félaginu. „Mikill fengur,“ segir framkvæmdastjórinn sem ætlar að fjölga uppöldum leikmönnum í efstu deildum karla og kvenna.

Hallgrímur er 28 ára Vestmannaeyingur og hefur þjálfað yngri flokka hjá Val auk þess sem hann er aðstoðarmaður Péturs Péturssonar hjá meistaraflokki kvenna.

Þrátt fyrir ungan aldur er Hallgrímur sprenglærður þjálfari með BSc gráðu í íþróttafræði, mastersgráðu í íþróttavísindum og þjálfun auk mastersgráðu í heilsufræði og kennslu.

Hallgrímur tekur við af Eysteini Húna Haukssyni sem var samkvæmt heimildum 433.is rekinn úr starfi á dögunum.

Hallgrímur er sonur Heimis Hallgrímssonar, fyrrum landsliðsþjálfara Íslands og núverandi landsliðsþjálfara Jamaíka.

„Það er ljóst að Hallgrímur er einn sá efnilegasti sem við eigum í dag og ljóst að þetta er mikill fengur fyrir félagið. Hann er vel skólaður í þessum fræðum með tvær mastersgráður og hefur komið inn til okkar af miklum krafti. Það er alveg ljóst hvert verkefnið hjá okkur er. Það mun fjölga gríðarlega í hverfinu hér á næstu árum og í dag eigum við aðeins einn uppalinn leikmann í Bestu deild karla. Þessu ætlum við að breyta og ráðning Hallgríms er liður í því,“
segir Styrmir Þór Bragason framkvæmdastjóri Vals.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans