fbpx
Miðvikudagur 22.maí 2024
433Sport

Sonur Heimis Hallgríms ráðinn yfirþjálfari Vals – Eysteinn Húni rekinn úr starfinu á dögunum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. maí 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnufélagið Valur hefur ráðið Hallgrím Heimsson yfirþjálfara barna- og unglingastarfs í fótbolta hjá félaginu. „Mikill fengur,“ segir framkvæmdastjórinn sem ætlar að fjölga uppöldum leikmönnum í efstu deildum karla og kvenna.

Hallgrímur er 28 ára Vestmannaeyingur og hefur þjálfað yngri flokka hjá Val auk þess sem hann er aðstoðarmaður Péturs Péturssonar hjá meistaraflokki kvenna.

Þrátt fyrir ungan aldur er Hallgrímur sprenglærður þjálfari með BSc gráðu í íþróttafræði, mastersgráðu í íþróttavísindum og þjálfun auk mastersgráðu í heilsufræði og kennslu.

Hallgrímur tekur við af Eysteini Húna Haukssyni sem var samkvæmt heimildum 433.is rekinn úr starfi á dögunum.

Hallgrímur er sonur Heimis Hallgrímssonar, fyrrum landsliðsþjálfara Íslands og núverandi landsliðsþjálfara Jamaíka.

„Það er ljóst að Hallgrímur er einn sá efnilegasti sem við eigum í dag og ljóst að þetta er mikill fengur fyrir félagið. Hann er vel skólaður í þessum fræðum með tvær mastersgráður og hefur komið inn til okkar af miklum krafti. Það er alveg ljóst hvert verkefnið hjá okkur er. Það mun fjölga gríðarlega í hverfinu hér á næstu árum og í dag eigum við aðeins einn uppalinn leikmann í Bestu deild karla. Þessu ætlum við að breyta og ráðning Hallgríms er liður í því,“
segir Styrmir Þór Bragason framkvæmdastjóri Vals.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rúnar brattur þrátt fyrir erfitt gengi – „Vonandi breytist það“

Rúnar brattur þrátt fyrir erfitt gengi – „Vonandi breytist það“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrirsæta varar eiginkonur frægra manna við – Lýsir því hvernig þeir fara að því að halda framhjá þeim

Fyrirsæta varar eiginkonur frægra manna við – Lýsir því hvernig þeir fara að því að halda framhjá þeim
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þrír leikmenn meiddir og gátu ekki verið í hópi Hareide

Þrír leikmenn meiddir og gátu ekki verið í hópi Hareide
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Age Hareide var bannað að velja Albert í landsliðshópinn

Age Hareide var bannað að velja Albert í landsliðshópinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kristján Óli ómyrkur í máli og lætur hann heyra það fyrir þessa ákvörðun í gær – „Það er ófyrirgefanlegt“

Kristján Óli ómyrkur í máli og lætur hann heyra það fyrir þessa ákvörðun í gær – „Það er ófyrirgefanlegt“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Jóhann Berg á ótrúlegum lista – Einn mest skapandi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar

Jóhann Berg á ótrúlegum lista – Einn mest skapandi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Í gær

Breiðablik vann nágranna sína og tylltu sér í annað sætið – Valur vann góðan sigur án Gylfa

Breiðablik vann nágranna sína og tylltu sér í annað sætið – Valur vann góðan sigur án Gylfa
433Sport
Í gær

Vont og það versnar fyrir strákana úr Mosfellsbæ – Keflavík lék sér að tíu leikmönnum Aftureldingar

Vont og það versnar fyrir strákana úr Mosfellsbæ – Keflavík lék sér að tíu leikmönnum Aftureldingar