fbpx
Fimmtudagur 13.júní 2024
Fréttir

Glúmur hætt kominn: „Í dag munaði broti úr sekúndu að ég væri steindauður“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. maí 2024 08:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í dag munaði broti úr sekúndu að ég væri steindauður og ekki til frásagnar um atvikið,“ segir Glúmur Baldvinsson alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi frambjóðandi til Alþingis, í færslu á Facebook-síðu sinni.

Glúmur var á suðurströndinni við veitingastaðinn Gamla fjósið undir Eyjafjallajökli í gær og hugðist hann aka af planinu inn á þjóðveginn. Hann segist hafa litið til beggja átta og séð bíl koma úr vestri sem gaf stefnuljós inn á planið. Glúmur taldi því að honum væri óhætt að aka inn á þjóðveginn og steig hann á bensíngjöfina.

„Og í þann mund heyrði ég órætt óp og ég snarhemlaði og kom í veg fyrir að vera vera dúndraður niður af bíl sem kom úr austri á ógnarhraða. Hann var mér ósýnilegur sekúndubroti áður. Ég skil ekki enn hvernig ég nam þetta óræða óp úr fjarskanum og hvaðan það kom,“ segir Glúmur sem var eðlilega brugðið.

„Ég er fyrst núna að átta mig á hversu mjóu munaði á milli lífs og dauða. Hrollurinn læðist enn um mig.“

Margir tjá sig undir færslu Glúms og segjast fegnir að ekki hafi farið illa. Það hafi jafnvel einhver hönd hlíft honum.

Sjálfur slær Glúmur á létta strengi eins og honum einum er lagið og segir að það hefði verið ömurlegt að missa af forsetakosningunum og ekki síður leik Manchester United og Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar þann 25. maí næstkomandi, en Glúmur er einn harðasti stuðningsmaður United hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Enok Vatnar sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir

Enok Vatnar sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur Birgisson vill Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn úr ríkisstjórn – „Ömurlegt“ að hlusta á Bjarna og Sigurð Inga

Vilhjálmur Birgisson vill Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn úr ríkisstjórn – „Ömurlegt“ að hlusta á Bjarna og Sigurð Inga
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kristján foxillur: „Vonandi tekur ekki 100 ár að afgreiða þá umsókn“

Kristján foxillur: „Vonandi tekur ekki 100 ár að afgreiða þá umsókn“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

„Kannski það sé skemmra til kosninga en við vitum“

„Kannski það sé skemmra til kosninga en við vitum“
Fréttir
Í gær

Aktívistar frömdu skemmdarverk á málverki af Karli konungi

Aktívistar frömdu skemmdarverk á málverki af Karli konungi
Fréttir
Í gær

Tekinn próflaus á Suðurlandsveginum og reyndi að koma sökinni upp á annan mann

Tekinn próflaus á Suðurlandsveginum og reyndi að koma sökinni upp á annan mann
Fréttir
Í gær

Ofbeldi gegn stúlkum á Laugalandi – „Trauðla hef ég upplifað það jafn oft að viðmælendur mínir hafi grátið í eins miklum mæli“

Ofbeldi gegn stúlkum á Laugalandi – „Trauðla hef ég upplifað það jafn oft að viðmælendur mínir hafi grátið í eins miklum mæli“
Fréttir
Í gær

Gagnauppsópun fram undan hjá Meta – Þú hefur tvær vikur til að neita að taka þátt

Gagnauppsópun fram undan hjá Meta – Þú hefur tvær vikur til að neita að taka þátt