fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Metfjöldi kórónuveirusmita í Færeyjum – Aukning eftir að aðgerðum var hætt á landamærunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. október 2021 06:39

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að kórónuveirusmitum hafi fjölgað mikið í Færeyjum að undanförnu. Þann 24. október voru 290 smitaðir í landinu en í gær voru þeir 379 og hafa aldrei verið fleiri. Á mánudaginn greindust 99 smit og hafa aldrei verið fleiri á einum degi.

Vegna stöðunnar hefur landsstjórnin, í samráði við farsóttanefndina, ákveðið að grípa til ákveðinna aðgerða. Bárður á Steig Nielsen, lögmaður, sagði í gær að heilbrigðisyfirvöld hafi fylgst náið með stöðu mála frá upphafi faraldursins og nú telji þau þörf á að grípa til aðgerða á nokkrum svæðum þar sem smitin breiðast út.

Flest eru smitin á norðausturhluta eyjanna og er ástandið verst í Klaksvíkar kommuna, Eysturkommuna og Fuglafjarðar kommuna.

Grunnskóli í Klaksvík, sem er næst stærsti bær eyjanna, verður að draga úr kennslu næstu vikuna. Aðeins fjórir yngstu árgangarnir mega mæta í skólann, aðrir fá fjarkennslu.

Menntaskóla hefur verið lokað og fjarkennsla tekin upp.

Yfirvöld hvetja einnig til þess að dregið verði úr frístundaiðkun barna og unglinga og samkomu, þar sem börn frá öllu landinu áttu að koma saman, verður frestað.

Lars Fodgaard Møller, landlæknir, segir að smitin hafi aðallega breiðst út hjá börnum og unglingum. Mörg smit hafi komið upp í tengslum við stóra samkomu þar sem ungmenni frá öllu landinu komu saman.

Þann 1. september var hætt að krefjast þess að allir þeir sem koma til landsins fari í sýnatöku en það hafði verið gert í rúmlega eitt ár. Eftir að þessu var hætt hefur smitum farið fjölgandi.

Christian Andreassen, þingflokksformaður Folkflokken, skrifaði á Facebook að það eigi að byrja aftur með sýnatöku á landamærunum.

Einn COVID-19 sjúklingur liggur nú á sjúkrahúsi. 70 % Færeyinga hafa lokið bólusetningu og 73% hafa fengið einn skammt, hið minnsta, af bóluefni. Tveir hafa látist af völdum COVID-19 frá upphafi heimsfaraldursins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?