fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Pressan

Þetta er fólkið sem er á leynilegum svörtum lista Facebook

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. október 2021 07:00

Donald Trump hótaði að yfirgefa Hvíta húsið ekki. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sinn hefur leynilegur listi Facebook yfir þá sem notendur samfélagsmiðilsins mega ekki hrósa verið birtur. Á honum eru 4.000 nöfn, sum þekktari en önnur. Listinn nær yfir bæði einstaklinga og samtök og mega notendur Facebook ekki hrósa eða dreifa skoðunum þessa fólks og samtaka. Það er í sjálfu sér ekki bannað að nefna þetta fólk og samtök á nafn en öll umfjöllun um hugmyndafræði þeirra er litin hornauga.

Meðal þeirra sem ekki má skrifa um á  Facebook eru Anders Behring Breivik, norski öfgahægrimaðurinn og hryðjuverkamaðurinn, samtökin Vigrid sem byggja á Norrænni goðafræði og kynþáttahyggju og þungarokkshljómsveitin Burzum en stofnandi hennar, Varg Vikernes, var dæmdur í 21 árs fangelsi árið 1994 fyrir morð og íkveikju. Donald Trump er einnig á listanum. Nöfn margra þekktra hryðjuverkamanna er að finna á listanum.

Facebook hefur árum saman verið með svartan lista yfir þá sem ekki má fjalla um, lofsama eða dreifa skoðunum þeirra. Hann hefur verið leynilegur en hann er svar Facebook við gagnrýni á að miðillinn hjálpi hryðjuverkamönnum að dreifa áróðri. Miðillinn takmarkar umræður notenda um nöfnin á listanum en á honum er að finna nöfn einstaklinga og hópa. Ef notendur skrifa um þá sem eru á listanum eyðir Facebook færslunum eða lokar á viðkomandi notanda. Þetta er gert ef að málstað viðkomandi eða hugmyndum er hrósað, það er ekki bannað að nefna viðkomandi á nafn.

Byrjað var að halda listann 2012 eftir að bæði SÞ og bandaríska þingið vöruðu við því að það færðist í vöxt að Internetið væri notað til að fá fólk til að ganga til liðs við öfgahreyfingar og fremja hryðjuverk.

Listinn hefur lengst síðan 2012 en leynd hefur hvílt yfir honum þar til nú því The Intercept birti hann nýlega og hér er hægt að skoða hann.

Á síðustu árum hafa til dæmis Donald Trump og árásin á þinghúsið í Washington í janúar bæst á listann sem og þjóðarmorðið í Mjanmar.

En það eru ekki allir hrifnir af listanum og saka Facebook um ritskoðun og segja að miðillinn setji notendur í næstum því ómögulega stöðu með því banna þeim að skrifa um ákveðna aðila og hópa en neiti samtímis að skýra frá hverjir séu taldir hættulegir. Facebook hefur ítrekað neitað að birta listann en The Intercept fékk aðgang að honum nýlega og birti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trúarleiðtogi ætlaði að kvænast dóttur sinni -„Guð vildi lagfæra líkama þeirra og setja meyjarhaftið aftur á sinn stað“

Trúarleiðtogi ætlaði að kvænast dóttur sinni -„Guð vildi lagfæra líkama þeirra og setja meyjarhaftið aftur á sinn stað“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kirstie Alley er látin

Kirstie Alley er látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk óttast að vera ráðinn af dögum – „Það er ekki svo erfitt að drepa einhvern ef maður vill það“

Elon Musk óttast að vera ráðinn af dögum – „Það er ekki svo erfitt að drepa einhvern ef maður vill það“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af