fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Pressan

Auglýstu eftir barnapíu á Facebook og fóru síðan út í leynilegum erindagjörðum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. október 2021 05:45

Diana og Jonathan Toebbe. Mynd:Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diana Toebbe, 45 ára, auglýsti eftir barnapíu á Facebook í lok júlí. Þegar hún hafði fundið barnapíu fór hún út ásamt eiginmanni sínum, Jonathan, 42 ára, og settust þau upp í bílinn sinn og óku á brott. Þetta markaði þáttaskil í máli þeirra sem getur orðið til þess að þau eyði því sem þau eiga eftir ólifað í fangelsi.

Ástæðan er að þau voru að fara til að selja hernaðarleyndarmál sem þau höfðu falið í plásturskassa. Það komst upp um þau og eiga þau lífstíðarfangelsi yfir höfði sér.

Málið hefur sett allt á annan endann í friðsælu íbúðarhverfi í Annapolis í Maryland þar sem hjónin búa.

Rannsókn alríkislögreglunnar FBI á málinu hafði staðið yfir mánuðum saman og endaði með að hjónin voru handtekin. Diana starfaði sem kennari við einkaskóla en Jonathan starfaði sem verkfræðingur hjá Bandaríkjaher. Þau eru grunuð um að hafa ætlað að selja eitt best varðveitta hernaðarleyndarmál Bandaríkjanna.

Lögreglan telur að Jonathan hafi komist yfir upplýsingarnar, sem snúast um kjarnorkuknúna kafbáta, í starfi sínum. Lögreglan vissi ekki hver þau voru fyrr en þau fóru til fundar við mann til að afhenda honum minniskort með upplýsingunum. Diana stóð vörð á meðan Jonathan hitti viðtakandann. Þau eiga lífstíðarfangelsi yfir höfði sér en eiga möguleika á vægari refsingu ef þau játa sekt sína og eru samvinnuþýð við saksóknara.

USS Pennsylvania kjarnorkukafbátur Bandaríkjahers. Mynd:Getty

Margar spurningar

Margar spurningar hafa vaknað í kjölfar þess að upp komst um hjónin. Sumir hafa spurt hvað fái verkfræðing hjá hernum til að vilja svíkja ættjörðina? Ekki síst í ljósi þess að ekkert bendir til að hjónin hafi glímt við fjárhagserfiðleika. Af hverju tók Diana þátt í þessu? Hvaða land var það sem þau buðu að kaupa upplýsingarnar?

FBI komst á slóð þeirra þegar þau settu sig í samband við erlent ríki og buðu upplýsingar um kjarnorkukafbáta Bandaríkjahers til sölu. Greiðsla átti að fara fram í rafmynt. Þau ætluðu að afhenda upplýsingarnar á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum. En FBI fékk veður af þessu og hófst þá langvarandi rannsókn þar sem reynt var að komast að hvaða fólk þetta væri og afla sönnunargagna.

Það var fyrirhuguð afhending minniskorta á ákveðnum stöðum sem varð hjónunum að falli. Þann 28. júlí auglýsti Diana eftir barnapíu á Facebook til að gæta tveggja barna hjónanna í fimm til sex klukkustundir fyrripart laugardags. Hjónin settust síðan upp í bíl sinn á laugardagsmorgni og óku til Pennsylvania til að afhenda minniskort sem þau höfðu falið í plásturskassa. Hann skildu þau eftir í ruslatunnu en þau vissu ekki að FBI fylgdist með. New York Times skýrir frá þessu. Í öðrum tilfellum skildu þau minniskort eftir í notuðum tyggjóumbúðum og í jarðhnetudollu.

Jonathan var fyrrum yfirmaður í flotanum og hafði síðan verið ráðinn til starfa hjá honum sem kjarnorkusérfræðingur með sérstaka áherslu á kjarnorkukafbáta. Diana hafði starfað sem kennari í einkaskóla í tíu ár, þar kenndi hún ensku og sögu.

Eins og áður sagði er ekki vitað til að þau hafi glímt við fjárhagserfiðleika og því hafa líkur verið leiddar að því að þau hafi gert þetta í pólitískum tilgangi. Diana er sögð mjög frjálslynd og hafi brugðið mjög þegar Donald Trump sigraði í forsetakosningunum 2016. Hún er ítrekað sögð hafa rætt um að flytja til Ástralíu vegna sigurs Trump.

New York Times segir að líklega sé landið, sem hjónin settu sig í samband við til að selja upplýsingarnar, bandalagsríki Bandaríkjanna því í málsskjölum kemur fram að ríkið hafi starfað með FBI að rannsókn málsins. Það útilokar því að óvinaríki á borð við Rússland og Kína hafi komið við sögu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Telja að Hæstiréttur Bandaríkjanna muni staðfesta þungunarrofslög Mississippi

Telja að Hæstiréttur Bandaríkjanna muni staðfesta þungunarrofslög Mississippi
Pressan
Í gær

Ætlar þú að taka þátt í Whamageddon fyrir jólin? – Mikil áskorun

Ætlar þú að taka þátt í Whamageddon fyrir jólin? – Mikil áskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við minni virkni bóluefna gegn Ómíkron

Varar við minni virkni bóluefna gegn Ómíkron
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta segir læknir að þú eigir að gera ef þú hefur áhyggjur af Ómíkrón afbrigðinu

Þetta segir læknir að þú eigir að gera ef þú hefur áhyggjur af Ómíkrón afbrigðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrír nemendur skotnir til bana og átta særðir

Þrír nemendur skotnir til bana og átta særðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bretar ætla að gefa fjórða skammtinn af bóluefni gegn kórónuveirunni

Bretar ætla að gefa fjórða skammtinn af bóluefni gegn kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúð til leigu á 120 krónur á mánuði!

Íbúð til leigu á 120 krónur á mánuði!
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart