fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Áhrifa COVID-19 gætir víða – Hefur ekki verið svona slæmt síðan í síðari heimsstyrjöldinni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 10. október 2021 17:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsbyggðin glímir enn við heimsfaraldur kórónuveirunnar sem virðist ekki ætla að gefa eftir á næstunni. Áhrifa faraldursins mun gæta næstu árin og jafnvel áratugina á mörgun sviðum. Niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem beindist að því að kortleggja ákveðnar afleiðingar faraldursins, benda til að faraldurinn verði til þess að fólk lifi almennt skemur en fyrir faraldur. Þetta er í fyrsta sinn síðan í síðari heimsstyrjöldinni sem væntanleg ævilengd styttist.

Rannsókn vísindamannanna beindist að væntanlegum líftíma fólks í 27 Evrópuríkjum og Bandaríkjunum og Chile. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu International Journal of Epidemiology.

Samkvæmt niðurstöðunum þá var það bara í Danmörku og Noregi sem fólk gat á síðasta ári vænst þess að lifa að minnsta kosti jafn lengi og árið áður. Í hinum löndunum styttist væntanleg ævilengd á milli ára.

Það eru bandarískir karlmenn sem fara verst út úr þessu en á milli áranna 2019 og 2020 styttist væntanleg ævilengd þeirra um 2,2 ár. Financial Times segir að í Bandaríkjunum hafi ævilengd beggja kynja aldrei styst svo mikið síðan byrjað var að halda utan um tölur þar um árið 1933.

Í 22 af löndunum 29 styttist væntanleg ævilengd fólks um meira en hálft ár og í 11 löndum styttist væntanleg ævilengd karla um meira en eitt ár en hjá konum átti það við í 8 löndum. Til að setja þetta í smávegis samhengi þá tók það þessi lönd 5,6 ár að lengja væntanlega ævilengd um eitt ár. „COVID-19 þurrkaði framfarirnar út á árinu 2020,“ skrifa vísindamennirnir.

Í löndum á borð við Spán, England og Frakkland hefur væntanleg ævilengd ekki styst svo mikið síðan í síðari heimsstyrjöldinni.

Í rannsókninni er væntanleg ævilengd skilgreind sem sá meðalaldur sem nýfædd börn geta vænst þess að ná og er þá miðað við núverandi dánartíðni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun