fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
Pressan

Háttsettir Repúblikanar hafa fengið nóg af Trump

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. janúar 2021 06:29

Háttsettir Repúblikanar hafa fengið sig fullsadda af honum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar árásarinnar á bandaríska þingið í gær hafa margir Repúblikanar snúist gegn Donald Trump, forseta. Einn þeirra er Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður, sem hefur verið tryggur og trúr stuðningsmaður Trump síðustu árin. Hann hefur nú fengið nóg af Trump og hefur snúið við honum baki.

Trump og ég höfum átt samleið. Mér finnst leitt að þetta skuli enda svona. En eftir daginn í dag er það eina sem ég get sagt að ég er hættur. Nú er nóg komið,“ hefur NBC News eftir honum. Hann sagðist einnig styðja úrslit forsetakosninganna í nóvember að fullu. „Joe Biden og Kamala Harris eru löglega kjörin,“ sagði hann.

Graham er ekki eini Repúblikaninn sem styður Trump ekki lengur. Phil Scott, ríkisstjóri í Vermont, sagði í gær að víkja eigi Trump úr embætti vegna þáttar hans í óeirðunum. „Hornsteinninn í lýðræðinu okkar og grundvallaratriði lýðveldisins okkar eru í hættu vegna forsetans. Nú er nóg komið. Trump verður að draga sig í hlé eða verða vikið úr embætti af eigin ríkisstjórn eða þinginu,“ skrifaði hann á Twitter.

Margir Demókratar krefjast þess einnig að Trump hverfi úr embætti. Meðal þeirra er Ilhan Omar, þingkona í fulltrúadeildinni, sem er byrjuð að undirbúa nýja málshöfðun á hendur Trump til embættismissis. „Fulltrúadeildin á að draga Donald J. Trump fyrir ríkisrétt og öldungadeildin á að svipta hann embætti. Við getum ekki leyft honum að sitja áfram. Þetta er spurning um að vernda lýðveldið okkar,“ skrifaði Omar í gærkvöldi. Tæpt ár er síðan meirihluti Repúblikana í öldungadeildinni sýknaði Trump af ákæru fulltrúadeildarinnar til embættismissis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Öflugur jarðskjálfti í Indónesíu – Að minnsta kosti sjö látnir

Öflugur jarðskjálfti í Indónesíu – Að minnsta kosti sjö látnir
Pressan
Í gær

Milljarðamæringur kemst ekki inn á reikninginn sinn – 27 milljarðar inni á honum

Milljarðamæringur kemst ekki inn á reikninginn sinn – 27 milljarðar inni á honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Umfangsmestu réttarhöld síðari tíma yfir ítölskum mafíósum

Umfangsmestu réttarhöld síðari tíma yfir ítölskum mafíósum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þegar lyfjaeftirlitið tilkynnti komu sína hættu 33 rússneskir skíðamenn skyndilega við þátttöku

Þegar lyfjaeftirlitið tilkynnti komu sína hættu 33 rússneskir skíðamenn skyndilega við þátttöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega 4.500 COVID-19 dauðsföll í Bandaríkjunum síðasta sólarhring

Tæplega 4.500 COVID-19 dauðsföll í Bandaríkjunum síðasta sólarhring
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rúmlega 500.000 kórónuveirusmit í Svíþjóð og staðan grafalvarleg

Rúmlega 500.000 kórónuveirusmit í Svíþjóð og staðan grafalvarleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spænska lögreglan lagði hald á 827.000 E-töflur

Spænska lögreglan lagði hald á 827.000 E-töflur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kórónuveirufaraldurinn í mikilli sókn í Bretlandi – Smitum fjölgar og líkin hrúgast upp

Kórónuveirufaraldurinn í mikilli sókn í Bretlandi – Smitum fjölgar og líkin hrúgast upp