fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Skógareldarnir í Grikklandi hafa drepið milljónir býflugna og þannig ýtt undir vistkerfisvandann

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 18. september 2021 18:18

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þeim sex vikum sem skógareldar hafa geisað í Grikklandi hafa milljónir býflugna og búa þeirra orðið eldunum að bráð. Þetta veldur miklum vanda varðandi vistkerfin en eins og um allan heim fer býflugum og öðrum flugum sem sjá um að frjóvga plöntur fækkandi.

Eyjan Evia er eitt þeirra svæða sem verst hafa orðið úti í eldunum en þar var áður mikið af barrtrjám. Hunangið frá eyjunni er mjög vinsælt og um þriðjungur af hunangsframleiðslu Grikkja á síðasta ári var frá eyjunni. En nú er staðan slæm.

Federico Facchin, býflugnasérfræðingur og pólitískur ráðgjafi hjá evrópsku landbúnaðarsamtökunum Copa-Cogeca segir að eldarnir hafi farið illa með býflugurnar á Evia. Hann sagði að bændur telji að rúmlega 10.000 bú hafi brunnið. Það mun draga mjög úr hunangsframleiðslu á þessu ári og næstu árin.

Fyrstu áætlanir hljóða upp á að Grikkland hafi misst rúmlega 10.000 tonn af hunangi vegna eldanna en 2019 var heildarframleiðslan í landinu 22.000 tonn.

Samdráttur í evrópskri hunangsframleiðslu mun valda því að meira verður flutt inn, aðallega frá Kína og Úkraínu en hunang þaðan er selt á um einum þriðja þess verðs sem evrópskt hunang er selt á. Bæði er framleiðslukostnaðurinn lægri þar og eftirlit ESB hefur leitt í ljós að oft er búið að þynna hunangið.

En þegar heildarmyndin er skoðuð þá er hunangsframleiðslan ekki stóri þátturinn því býflugurnar skipta gríðarlegu máli fyrir bæði dýr og fólk því þær sjá um að frjóvga blóm og plöntur.

Vistkerfi jarðarinnar eiga nú þegar mörg í vök að verjast og býflugur og aðrar flugur sem frjóvga plöntur eiga í vök að verjast.

Sameinuðu þjóðirnar segja að býflugur sjái um að frjóvga 71 af þeim 100 tegundum sem tryggja heimsbyggðinni 90% af matvælum sínum. Flugurnar leggja einnig sitt af mörkum við framleiðslu lyfja og lífræns eldsneytis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“