fbpx
Laugardagur 23.október 2021
Pressan

Kórónuveirusmitum fer fækkandi í Bretlandi en dauðsföllum fjölgar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 07:31

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær greindust 23.511 kórónuveirusmit í Bretlandi og 131 dauðsfall af völdum COVID-19 var skráð. Þetta var sjöundi dagurinn í röð sem smitum fækkaði en dauðsföllin hafa ekki verið svo mörg á einum degi síðan 17. mars en þá voru þau 141.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að nú hafi 129.303 látist af völdum COVID-19 í Bretlandi innan 28 daga frá því að þeir greindust með veiruna. Í heildina hafa 154.000 dauðsföll verið skráð þar sem COVID-19 er tilgreint sem banamein á dánarvottorði.

Yvonne Doyle, forstjóri landlæknisembættisins, sagði að enn væri mikið um smit og að faraldrinum sé ekki lokið. Fjöldi dauðsfalla í gær sé vegna mikils fjölda smita á síðustu vikum. Tölurnar sýni að Bretland sé enn að glíma við þriðju bylgju faraldursins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt