fbpx
Sunnudagur 19.september 2021
Pressan

Læknar telja að næsti stóri vandinn í heilbrigðismálum sé skammt undan – Tengist COVID-19

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. júlí 2021 06:59

Heimsfaraldur kórónuveiru geisar þessi misserin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur örugglega ekki farið fram hjá neinum að nú erum við í miðjum alheimsvanda hvað varðar heilbrigðismál vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Margt bendir til að næsta stóra vandamálið, tengt heilbrigðismálum, sé skammt undan og tengist COVID-19.

Í grein í vísindaritinu The New England Journal of Medicine segja tveir bandarískir læknar, þeir Steven Philips og Michelle A. Williams, að eftirköst COVID-19 smita séu næsta stóra heilbrigðisvandamálið á heimsvísu. Williams er deildarforseti við Harvard T.H. Chan School of Public Health og Philips er forstjóri COVID-19 rannsóknarstofu í Washington D.C

Þau segja að rúmlega 15 milljónir Bandaríkjamanna muni glíma við eftirköst af COVID-19. Rannsóknir þeirra hafa sýnt að meðalaldur þeirra sem glíma við eftirköst er 40 ár og að það eru aðallega konur sem glíma við eftirköst. Þetta veldur læknunum miklum áhyggjum. Þeir telja hættu á að eftirköstin verði af sumum flokkuð sem andleg vandamál þar sem meirihluti þeirra sem glímir við þau eru konur.

Þau hvetja því fólk til að láta bólusetja sig strax til að forðast smit. Einnig hvetja þau yfirvöld til að taka eftirköst COVID-19 smita hjá fólki mjög alvarlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lyfjafyrirtækin segja að fljótlega verði nóg af bóluefnum fyrir alla heimsbyggðina

Lyfjafyrirtækin segja að fljótlega verði nóg af bóluefnum fyrir alla heimsbyggðina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lést eftir að hafa beðið eftir sjúkrabíl í 40 klukkustundir

Lést eftir að hafa beðið eftir sjúkrabíl í 40 klukkustundir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir handtekin í kjölfar þess að tvö börn hennar létu lífið – Gaf sig sjálf fram við lögreglu

Móðir handtekin í kjölfar þess að tvö börn hennar létu lífið – Gaf sig sjálf fram við lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að bólusetning gegn kórónuveirunni hafi raskað tíðahring mörg þúsund kvenna en hann komist fljótt í rétt horf

Segir að bólusetning gegn kórónuveirunni hafi raskað tíðahring mörg þúsund kvenna en hann komist fljótt í rétt horf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Banna konum að æfa ef þær eru aðeins í íþróttabrjóstahaldara að ofan

Banna konum að æfa ef þær eru aðeins í íþróttabrjóstahaldara að ofan
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gengi rafmyntar snarhækkaði í kjölfar lygafréttar um Walmart

Gengi rafmyntar snarhækkaði í kjölfar lygafréttar um Walmart