fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Fjögur ár í sviðsljósinu – Hvar er Melania núna?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. júní 2021 05:50

Hvar er Melania? Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fjögur ár var hún ein þekktasta kona heims en eftir að eiginmaður hennar, Donald Trump, tapaði í bandarísku forsetakosningunum og flutti í kjölfarið úr Hvíta húsinu er eins og Melania Trump sé horfin. Bandarískir fjölmiðlar segja að hún hafi til dæmis ekki verið viðstödd þegar Donald Trump fagnaði 75 ára afmæli sínu nýlega.

Forsetinn fyrrverandi hélt upp á afmælið þann 14. júní í golfklúbbi í New Jersey. Meðal gesta var sonur hans Donald Jr. eftir því sem Daily Star segir. Donald Jr. birti síðan upptöku á samfélagsmiðlum þar sem áhugasamir geta séð smávegis af veislunni. Melania sést ekki á upptökunni og heldur ekki Barron, sonur hennar og Donald Trump.

Fyrrum eiginkona hans, Ivana Trump, sagði í samtali við People að Trump sé ekki mikið fyrir afmæli. „Ég talaði við hann og óskaði honum til hamingju og sagði: „Hafðu ekki áhyggjur af aldri þínum. Aldur er bara tala og aldur hans og aldur minn eru ekki á neinum lista.““

Því hefur verið velt upp hvort lítil hrifning Donald Trump á að eiga afmæli sé ástæðan fyrir fjarveru Melania eða hvort brestir séu í hjónabandinu en orðrómur hefur lengi verið uppi um að Melania vilji gjarnan skilja við Trump.

R. Couri Hay, sem er kunnugur Trump-hjónunum, hefur þó látið hafa eftir sér að þau muni líklega ekki skilja því Melania sé ánægð með öryggið sem fylgir hjónabandinu.

En hvar er hún þá? Eiginkonur annarra forseta, til dæmis Michelle Obama og Hillary Clinton, hafa haldið nafni sínu á lofti eftir að embættistíð eiginmanna þeirra lauk og skrifað bækur og því stingur fjarvera Melanina verulega í stúf.

People segir að hún verji mestu af tíma sínum á Mar-a-Lago setri Trump í auðmannahverfinu Palm Beach á Flórída. Hún er sögð eyða litlum tíma með eiginmanni sínum og er aðalástæðan fyrir því sögð vera að Trump sé enn svo reiður yfir ósigrinum í forsetakosningunum að hann eyði miklum tíma í gagnrýna óvini sína og ýta undir samsæriskenningar.

Hjónin hafa sést nokkrum sinnum saman eftir að þau fluttu til Flórída, til dæmis snæddu þau saman á mæðradaginn ásamt syni sínum. Donald Trump stoppaði þó ekki lengi við matarborðið að sögn.

Melania hefur einnig látið lítið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum síðan í janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Í gær

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Í gær

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás