fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Bandaríkin ráða fólki frá ferðum til Japan

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. maí 2021 22:30

Ólympíuleikarnir hefjast fljótlega í Tókýó. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna stöðu kórónuveirufaraldursins í Japan ráða bandarísk stjórnvöld fólki frá því að fara til Japan. Ástæðan er auðvitað hættan á að fólk smitist af kórónuveirunni. Þetta kemur á slæmum tíma fyrir Japan en nú eru aðeins um tveir mánuðir þar til Ólympíuleikarnir eiga að hefjast í Tókýó.

Samkvæmt ferðaráðleggingum bandaríska utanríkisráðuneytisins kemur fram að Japan sé nú  í hæsta áhættuflokki að mati bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar. Því eigi fólk að forðast að ferðast þangað.

Fram kemur að vegna þess hvernig ástandið er í landinu eigi jafnvel bólusett fólk á hættu að smitast af kórónuveirunni og bera hana með sér og smita aðra.

Bandarísk stjórnvöld skilgreina 80% af heimsbyggðinni sem áhættusvæði í hæsta flokki vegna heimsfaraldursins.

Nú greinast um 6.000 smit á dag í Japan en voru um 1.000 í mars. Aðeins er búið að bólusetja um tvö prósent þjóðarinnar með að minnsta kosti einum skammti. Ástæðan er skortur á heilbrigðisstarfsfólki og sprautum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“