fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Danskur raðmorðingi dæmdur í ævilangt fangelsi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. mars 2021 05:23

James Schmidt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eystri-Landsréttur í Danmörku dæmdi á föstudaginn James Schmidt, 28 ára, í ævilangt fangelsi fyrir að hafa myrt þrjá ellilífeyrisþega. Í undirrétti var hann sýknaður af einu morði en Landsréttur komst að annarri niðurstöðu.

Fórnarlömbin voru 80, 81 og 82 ára og bjuggu í sama húsinu. Schmidt hafði aðgang að sameigninni því hann bjó hjá móður sinni í sama húsi. Hann myrti fólkið og stal greiðslukortum þess og reiðufé.

Það liðu aðeins 14 mínútur frá því að dómarar og kviðdómendur yfirgáfu dómsalinn til að greiða atkvæði um refsinguna þar til þeir snéru aftur. Dómur undirréttar upp á ævilangt fangelsi var staðfestur .

Ættingi kom málinu af stað

Meðal áheyrenda í dómsalnum var Malene Hasselblad en móðir hennar, Inez Hasselblad, var eitt fórnarlamba Schmidt. Það má segja að það sé Hasselblad að þakka að upp komst um raðmorðingjann. Hún veitti því athygli að greiðslukort móður sinnar hafði verið notað eftir að hún lést í mars 2019 en eins og með hin tvö dauðsföllin höfðu réttarmeinafræðingar úrskurðað að um eðlilegt andlát hefði verið að ræða. Malene snéri sér til lögreglunnar sem fór að skoða málin betur og þá kom í ljós að fólkið hafði verið myrt. Fljótlega komst lögreglan á slóð Schmidt og handtók hann.

Hræðileg fortíð

Hann var ekki alveg ókunnugur lögreglunni því hann hafði margoft komið við sögu hennar og dómskerfisins og hlotið dóma fyrir alvarleg afbrot.  Hann kom með móður sinni til Danmerkur frá suðurhluta Súdan þegar hann var 5 eða sex ára en þá hét hann Lual Lual. Hann bjó meðal annars í NakskovHolbæk og Kaupmannahöfn. Þegar hann var aðeins tíu ára var hann grunaður um að hafa reynt að nauðga sex ára stúlku. Honum var komið fyrir á stofnun og síðar í fóstur.

Þegar hann var 14 ára var hann kærður fyrir nauðgun og komið fyrir á lokaðri stofnun. Þegar hann var 17 ára var hann kærður fyrir enn eina nauðgunina, fórnarlambið var 14 ára stúlka. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald og vistaður á lokaðri deild í Kaupmannahöfn. Þangað kom vinkona móður hans í heimsókn. Í heimsóknarherberginu reyndi hann að kyrkja og nauðga konunni.

James Schmidt.

Fyrir öll þessi brot dæmdi undirréttur í Kaupmannahöfn hann til ótímabundinnar vistunar á viðeigandi stofnun, sem í flestum tilfellum er réttargeðdeild í öryggisfangelsi. Þetta var 2011 og aldrei fyrr hafði svo ungur Dani hlotið slíkan dóm. Eystri-Landsréttur staðfesti dóminn en 2012 tók Hæstiréttur málið fyrir og mildaði dóminn í sjö ára fangelsi. Taldi dómurinn að þar sem Schmidt hefði verið svo ungur þegar hann framdi afbrotin væri ekki hægt að dæma hann til ótímabundinnar vistunar en slíkur dómur felur mjög oft í sér ævilanga vistun.

Á meðan hann afplánaði dóminn í Herstedvesterfangelsinu tók hann tvo fangaverði hálstaki og var dæmdur fyrir það. Þegar hann lauk afplánun dómsins breytti hann nafni sínu úr Lual Lual í James Schmidt.

Eftir að hann var látinn laus bjó hann meðal annars hjá móður sinni á Austurbrú, í sama húsi og fórnarlömbin. Hann reyndi að skapa sér atvinnu sem tónlistarmaður og umboðsmaður tónlistarmanna en árangurinn lét á sér standa. Hann hefur aldrei unnið venjulega vinnu sem launamaður og hefur aðallega lifað af opinberum bótum. Hann er ómenntaður að sögn danskra fjölmiðla. Geðrannsókn leiddi í ljós að hann þjáist af greinilegum geðveilum og hefur mikla trú á sjálfum sér og hefur engan skilning á þeim reglum og gildum sem einkenna mannlegt samfélag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“