fbpx
Föstudagur 27.maí 2022
Pressan

Norður-Kórea rýfur þögnina og varar Bandaríkin við

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. mars 2021 07:46

Kim Yo-jong og Kim Jong-un. Mynd: EPA-EFE/KCNA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að Joe Biden og stjórn hans tóku við völdum hefur verið reynt að ná sambandi við stjórnvöld í Norður-Kóreu en þau hafa ekki látið ná í sig og hafa haft hægt um sig í sínu harðlokaða landi. En í gær barst lífsmark frá einræðisríkinu þegar Kim Yo Jong, systir einræðisherrans Kim Jong-un, varaði stjórn Biden við að misstíga sig í fyrstu skrefunum í samskiptunum við einræðisríkið.

Ríkisfréttastofa landsins hafði þá eftir henni að ef Biden og stjórn hans vilji sofa værðarlega næstu fjögur árin verði landið að forðast að styggja Norður-Kóreu. Ummælin falla í tengslum við sameiginlegar heræfingar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu í Suður-Kóreu þessa dagana. Mjög hefur verið dregið úr umfangi þeirra frá fyrri æfingum. Tony Blinken, utanríkisráðherra, og Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, heimsóttu Suður-Kóreu og Japan nýlega til viðræðna við ráðamenn en sú heimsókn hefur eflaust farið illa í ráðamenn í Norður-Kóreu.

Í gærmorgun sagði Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, að stjórn Biden hefði ítrekað reynt að ná sambandi við Norður-Kóreu eftir ýmsum leiðum en án árangurs. Þessar samskiptaleiðir hafi alltaf virkað fram að þessu.

CNN hefur eftir sérfræðingum að líklegt sé að Norður-Kórea muni ekki svara tilraunum Bandaríkjanna til að taka upp viðræður við einræðisstjórnina að sinni. Fyrir því séu ýmsar ástæður, þar á meðal heimsfaraldurinn, endurskoðun stjórnar Biden á stefnu Bandaríkjanna í garð Norður-Kóreu, heimsóknir bandarísku ráðherranna til nágrannaríkjanna og orðræða einræðisstjórnarinnar.

Stjórn Biden hefur ekki enn opinberað stefnu sína í garð Norður-Kóreu en ólíklegt má teljast að Biden muni senda Kim Jong-un „ástarbréf“ eins og Donald Trump, forveri hans, gerði. Það eina sem hefur í raun komið fram um stefnu Bandaríkjastjórnar í garð Norður-Kóreu er að embættismenn hafa sagt að stefnan sé nú eins og áður að Norður-Kórea afvopnist algjörlega hvað varðar kjarnorkuvopn. Þetta fer að mati sérfræðinga illa í Norður-Kóreumenn og er að þeirra mati ekki til þess fallið að fá þá að samningaborðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að Trump hafi íhugað að hætta eftir „grab ‘em by the pussy“ ummælin

Segir að Trump hafi íhugað að hætta eftir „grab ‘em by the pussy“ ummælin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Apabóla dreifir sér í Bretlandi – Mæla með þriggja vikna einangrun

Apabóla dreifir sér í Bretlandi – Mæla með þriggja vikna einangrun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ófrjóir karlar hugsanlega tvöfalt líklegri til að fá brjóstakrabbamein

Ófrjóir karlar hugsanlega tvöfalt líklegri til að fá brjóstakrabbamein
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kettir þekkja nöfn hver annars og eigenda sinna

Kettir þekkja nöfn hver annars og eigenda sinna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Feðginin sögðu að hún hefði verið drepin af heimilislausum manni – Sannleikurinn var enn óhugnanlegri

Feðginin sögðu að hún hefði verið drepin af heimilislausum manni – Sannleikurinn var enn óhugnanlegri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kirsten var rænt eftir vinnustaðapartý – Við tók hryllingssólarhringur

Kirsten var rænt eftir vinnustaðapartý – Við tók hryllingssólarhringur