fbpx
Mánudagur 10.maí 2021
Pressan

Nú verður ekki aftur snúið – Ólympíuleikarnir verða haldnir í Tókýó í sumar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. mars 2021 09:30

Auglýsing fyrir leikana sem fram áttu að fara á síðasta ári. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn er margt óljóst í tengslum við Ólympíuleikana í Tókýó í sumar nema hvað nú liggur fyrir að þeir verða haldnir. Þeir áttu að fara fram á síðasta ári en var frestað vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Enn liggur þó ekki fyrir hvort áhorfendur fái að sækja viðburðina á leikunum.

Alþjóða Ólympíunefndin hefur nú ákveðið að leikarnir fari fram í sumar og verða þeir settir þann 23. júlí.

Þann 25. mars verður Ólympíueldurinn því sendur af stað í hefðbundna ferð sína fyrir setningu leikanna. Að þessu sinni munu 10.000 kyndilberar bera eldinn en hann fer af stað frá kjarnorkuverinu í Fukushima, sem eyðilagðist í mikilli flóðbylgju fyrir nokkrum árum, og næstu 112 daga fer hann um 859 bæi, borgir og sögulega staði áður en hann verður borinn inn á Ólympíuleikvanginn í Tókýó. Eldurinn kom til Japan 20. mars á síðasta ári eftir að hafa verið tendraður í Grikklandi eins og venjulega. Fjórum dögum síðar var ákveðið að fresta leikunum þar til á þessu ári.

Japanar hafa verið beðnir um að halda sig heima við í ár þegar Ólympíueldurinn fer um heimabyggðir þeirra og sleppa því að safnast saman með fram leið hans. Ef þetta verður ekki virt verður ferðalagið hugsanlega stöðvað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að Kínverjar auki kúgun sína og séu árásargjarnir

Segir að Kínverjar auki kúgun sína og séu árásargjarnir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Taívan undirbýr sig undir stríð

Taívan undirbýr sig undir stríð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar myndir úr yfirgefnu húsi vekja athygli – Eigendurnir létu lífið fyrir þremur árum

Óhugnanlegar myndir úr yfirgefnu húsi vekja athygli – Eigendurnir létu lífið fyrir þremur árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hnefaleikakappi ákærður fyrir hrottalegt morð á óléttri ástkonu sinni

Hnefaleikakappi ákærður fyrir hrottalegt morð á óléttri ástkonu sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

9.000 kórónuveirusýni tekin með notuðum sýnatökupinnum

9.000 kórónuveirusýni tekin með notuðum sýnatökupinnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrjár sprengingar í Malmö í nótt

Þrjár sprengingar í Malmö í nótt