fbpx
Þriðjudagur 20.apríl 2021
Pressan

AOC safnaði 4,7 milljónum dollara fyrir hrjáða Texasbúa

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 18:15

Alexandria Ocasio-Cortez. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandria Ocasio-Cortez (sem oft er nefnd AOC), þingmaður Demókrataflokksins frá New York, hóf fjársöfnun fyrir hrjáða Texasbúa á fimmtudaginn en þeir glímdu við mikinn kulda, snjó og ísingu í síðustu viku þegar óvenjulegt vetrarveður skall á ríkinu. Í gærkvöldi höfðu 4,7 milljónir dollara safnast.

Ivet Contreas, talskona AOC, staðfesti þetta við CNN í gærkvöldi. Vetrarveðrið í Texas hafði í för með sér víðtækt rafmagnsleysi og aðra erfiðleika. Um 70 manns létust af völdum veðursins.

Á sama tíma og AOC safnaði þessum peningum og heimsótti ríkið og lagði þar sitt af mörkum við dreifingu nauðsynja til illra staddra sætti Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður ríkisins, harðri gagnrýni fyrir að hafa farið til Cancun í Mexíkó á meðan kjósendur hans og aðrir íbúar ríkisins glímdu við vetrarveðrið. Það eru ekki bara andstæðingar Cruz sem hafa gagnrýnt hann því gagnrýnin kemur einnig frá samflokksmönnum hans.

AOC fór til Texas á laugardaginn og aðstoðaði við matarúthlutun hjá Houston Food Bank ásamt Al Green, þingmanni Demókrata frá Texas. Þau heimsóttu einnig fjölskyldur sem urðu illa úti í óveðrinu. „Það er eitt að lesa um hvað er í gangi en það er allt annað að sjá tjónið með eigin augum,“ sagði AOC við fréttamenn. Aðspurð sagði hún að þetta væri í fyrsta sinn sem hún hefði staðið fyrir fjársöfnun af þessu tagi eða heimsótt hamfarasvæði ef það sem hún hefur gert í tengslum við baráttuna gegn kórónuveirunni er undanskilið sem og hjálparstörf sem hún vann að áður en hún var kjörin á þing.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverskur stóll seldist á 35 milljónir

Kínverskur stóll seldist á 35 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýska ríkisstjórnin vill herða sóttvarnaaðgerðir – Vilja setja útgöngubann á

Þýska ríkisstjórnin vill herða sóttvarnaaðgerðir – Vilja setja útgöngubann á