Myndbönd sem birt hafa verið úr búkmyndavélum lögreglu á Youtube sýna ótrúlega meðferð lögreglu í borginni Rochester í New York fylki á níu ára stúlku.
Vice greinir frá málinu í kvöld.
Atvikið gerðist síðasta sunnudag en lögregla var kölluð til vegna heimiliserja. Lögregla handjárnaði stúlkuna og flutti hana nauðuga inn í lögreglubíl. Því næst var úðað á hana piparúða.
Fyrra myndbandið fer rólega af stað og sýnir lögreglumann ganga á eftir stúlkunni niður götu, hann hvetur hana margoft til að stöðva, hún sé ekki í vandræðum. Loks nær hann barninu og spyr hvað sé að, hvernig hann geti hjálpað. Móðir stúlkunnar kemur á vettvang og mæðgurnar fara að rífast. Í kjölfarið er stúlkan yfirbuguð af lögreglumönnum og neydd inn í lögreglubíl.
Síðara myndbandið úr búkmyndavél má sjá hér að neðst í fréttinni. Það sýnir lögreglu beita barnið valdi, handjárna það, neyða inn bílinn og beita piparúða. Barnið öskrar á föður sinn nær allan tímann.
Lögregla hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir meðferð sína á barni sem augljóslega var í uppnámi. Á blaðamannafundi afsakaði fjölmiðlafulltrúi framgöngu lögreglunnr og sagði: „Hann tók á ákvörðun sem hann taldi vera þá bestu. Hún hlaut engin meiðsli af þessu.“ Hann sagði að erfitt væri að koma manneskju inn í aftursæti lögreglubíls með valdi án þess þess að skaða viðkomandi. Hefði öðrum aðferðum verið beitt hefði barnið geta meiðst.
Þessi ummæli má sjá á Twitter og þar vekja þau hörð viðbrögð.
“He made a decision there that he thought was the best action to take. It resulted in no injury to her.“
— Rochester police union president Mike Mazzeo on the officer who pepper-sprayed a 9-year-old girl
🎥 by @WillCleveland13 https://t.co/pe0PHToBY0 pic.twitter.com/A6faayhPNb
— Democrat & Chronicle (@DandC) February 1, 2021
Hér að neðan má sjá síðara myndbandið úr búkmyndavél lögreglunnar. Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma.