fbpx
Þriðjudagur 09.ágúst 2022
Pressan

Sjöunda hlýjasta ár sögunnar á Nýja-Sjálandi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 17. janúar 2021 08:30

Frá Nýja-Sjálandi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru tæplega fjögur ár síðan íbúar á Nýja-Sjálandi upplifðu mánuð þar sem meðalhitinn var undir meðallagi. Síðasta ár var sjöunda hlýjasta ár sögunnar þar í landi.

Þetta kemur fram í gögnum frá The National Institute of Water and Atmospheric Research (Niwa). Stofnunin segir að það verði sífellt algengara að hitinn sé yfir meðallagi. Á landsvísu var meðalhitinn á síðasta ári 13,24 gráður. Hlýjasta ár sögunnar var 2016 en þá var meðalhiti ársins 13,45 gráður eða 0,84 gráðum hærri en meðalhiti áranna 1981-2000.

Chris Brandolino, aðalvísindamaður spásviðs Niwa, segir að loftslagsbreytingarnar auki áhrif veðurkerf á borð við el Nino og stóra veðuratburði á borð við mikla rigningu, langvarandi þurrka og hitabylgjur enn verri. „Sex af átta hlýjustu árunum hafa verið frá 2013 – þetta helst í hendur við loftslagsbreytingarnar,“ hefur The Guardian eftir honum. Hann sagði jafnframt að nú væru 47 mánuðir síðan meðalhiti eins mánaðar hafi verið undir meðallagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vopnahlé náðist eftir þrjá daga af banvænum árásum í Palestínu

Vopnahlé náðist eftir þrjá daga af banvænum árásum í Palestínu
Pressan
Í gær

80.000 ferðamenn eru fastir á hinu kínverska Hawaii vegna COVID-19 – Þarf fimm neikvæð sýni til að fá að yfirgefa staðinn

80.000 ferðamenn eru fastir á hinu kínverska Hawaii vegna COVID-19 – Þarf fimm neikvæð sýni til að fá að yfirgefa staðinn
Pressan
Í gær

Lögreglan rannsakar mál áhrifavalds sem borðaði hvíthákarl

Lögreglan rannsakar mál áhrifavalds sem borðaði hvíthákarl
Pressan
Í gær

Hættan á útrýmingu mannkyns vegna loftslagsbreytinga er „hættulega vanmetin“

Hættan á útrýmingu mannkyns vegna loftslagsbreytinga er „hættulega vanmetin“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi mistök gerir þú hugsanlega inni á baðherbergi

Þessi mistök gerir þú hugsanlega inni á baðherbergi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir Gabby Petito segir dagbókarjátningu morðingjans fáránlega – „Við vitum hvernig hún dó“

Móðir Gabby Petito segir dagbókarjátningu morðingjans fáránlega – „Við vitum hvernig hún dó“