Laugardagur 06.mars 2021
Pressan

Kórónuveirufaraldurinn í mikilli sókn í Bretlandi – Smitum fjölgar og líkin hrúgast upp

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 06:55

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldrei hefur kórónuveirufaraldurinn verið jafn slæmur á Bretlandseyjum og hann er núna. Hætta er á að sjúkrahús yfirfyllist og lík hrúgast upp í líkhúsum sem eru að yfirfyllast. Hvergi í Evrópu hafa fleiri látist af völdum COVID-19 en í Bretlandi. Nýlega varð landið það fimmta í heiminum til að fara yfir þrjár milljónir staðfestra smita.

„Við erum núna á versta punkti faraldursins. Í framtíðinni munum við hafa bóluefni en tölurnar eru hærri núna en fyrr í faraldrinum, töluvert hærri,“ sagði Chris Whitty, landlæknir, í samtali við BBC í gær. Hann sagðist búast við að næstu vikur verði „hættulegastar“.

Hann sagði að rúmlega 30.000 COVID-19-sjúklingar séu nú á sjúkrahúsum í landinu en þeir voru 18.000 þegar faraldurinn var í hámarki í apríl. „Núna er staðan sú í Bretlandi öllu að um 1 af hverjum 50 er smitaður og í Lundúnum er það 1 af hverjum 30,“ sagði Whitty. „Það eru mjög miklar líkur á að ef þú hittir einhverja að óþörfu að þeir séu með COVID,“ sagði hann einnig.

Fyrir um viku tóku harðar sóttvarnaaðgerðir gildi í landinu en það er í þriðja sinn sem gripið er til svo harðra aðgerða. CNN segir að margir óttist að landsmenn séu í vaxandi mæli að gefast upp á að fara eftir þessum reglum því smitum fer fjölgandi þrátt fyrir þær.

Whitty lagði áherslu á það í samtalinu við BBC að fólk eigi samskipti við eins fáa og hægt er til að koma í veg fyrir að ástandið versni enn frekar.

CNN segir að vegna þess hversu margir látist af völdum COVID-19 þessa dagana eigi mörg líkhús erfitt með að taka við öllum. Í Surrey í suðurhluta Englands geta líkhúsin tekið við 600 í einu en ástandið er svo slæmt að bráðabirgðalíkhúsi hefur verið komið upp sem getur tekið 800 lík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Eurovisionhneyksli ársins – „Móðgun við eyru okkar og sál“

Eurovisionhneyksli ársins – „Móðgun við eyru okkar og sál“
Pressan
Í gær

Tilkynnti um hvarf 6 ára sonar síns – Skelfilegur sannleikurinn kom fljótlega í ljós

Tilkynnti um hvarf 6 ára sonar síns – Skelfilegur sannleikurinn kom fljótlega í ljós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óttast að fjórða bylgja heimsfaraldursins muni skella á Bandaríkjunum

Óttast að fjórða bylgja heimsfaraldursins muni skella á Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Færeyingar ósáttir við fimm unga Dani – „Þetta er virðingarleysi“

Færeyingar ósáttir við fimm unga Dani – „Þetta er virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skotinn til bana nærri skóla í Svíþjóð

Skotinn til bana nærri skóla í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harðar sóttvarnaaðgerðir í Tékklandi – Forsætisráðherrann viðurkennir „allt of mörg mistök“

Harðar sóttvarnaaðgerðir í Tékklandi – Forsætisráðherrann viðurkennir „allt of mörg mistök“