fbpx
Fimmtudagur 21.október 2021
Pressan

Valdamiklir menn óttast að hún leysi frá skjóðunni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. júlí 2020 05:45

Ghislaine Maxwell. Mynd:Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ágúst á síðasta ári tók bandaríski kynferðisbrotamaðurinn og auðkýfingurinn Jeffrey Epstein eigið líf þegar hann sat í gæsluvarðhaldi í New York. Eflaust létti mörgum „vina“ hans og „viðskiptavinum“ við þetta því þar með var ljóst að Epstein hafði tekið óhugnanleg leyndarmál sín með í gröfina. En nú rennur eflaust kaldur sviti niður bakið á mörgum þeirra sem töldu að málinu væri lokið með láti Epstein. Á föstudaginn handtók bandaríska alríkislögreglan FBI Ghislaine Maxwell, fyrrum samstarfskonu Epstein, en talið er að hún búi yfir upplýsingum sem geta orðið nokkrum af valdamestu mönnum heims að falli.

Maxwell virtist hafa horfið af yfirborði jarðar eftir dauða Epstein en hún var talin mjög mikilvæg fyrir rannsókn mála hans því hún er talin búa yfir mikilli vitneskju um kynferðisbrot hans og meinta milligöngu hans um vændi og kynferðislega misnotkun á barnungum stúlkum.

Maxwell var handtekin í húsi í Bradford Í New Hampshire þar sem hún er talin hafa haldið sig síðan Epstein lést. Hún var unnusta Epstein um árabil og tilheyrði innsta hring umfangsmikillar starfsemi hans. í samtali við Vanity Fair árið 2003 sagði Epstein hana vera best vin sinn. Maxwell er bresk að uppruna, á rætur að rekja til efri laga samfélagsins þar í landi en hefur búið í Bandaríkjunum um langa hríð. Hún er sögð hafa tekið þátt í að finna barnungar stúlkur fyrir Epstein og hafi fengið háar upphæðir greiddar fyrir.

Andrew prins í viðtali við BBC um mál Epstein.

Nú er spurningin hins vegar hvort hún muni tjá sig? Hún er grunuð um að hafa átt hlut að máli varðandi kynferðislega misnotkun Epstein á barnungum stúlkum. Hún getur valið þann kost að játa sök og taka þeirri refsingu sem hún verður dæmd til en hún á allt að 35 ára fangelsi yfir höfði sér ef hún verður fundin sek. Hún getur líka haldið áfram að neita sök og vonað að hún nái að sannfæra kviðdóm um sakleysi sitt. Þriðji möguleikinn er að gera „samning“ við saksóknara um að hún leysi frá skjóðunni en fái á móti væga refsingu. En til að hægt sé að gera slíkan samning þurfa saksóknarar að meta það sem svo að framburður hennar geti orðið til að afhjúpa enn stærri brot, til dæmis að vinir Epstein hafi vitað af kynferðisbrotunum eða hafi jafnvel tekið þátt í þeim.

Epstein þekkti Donald Trump vel.

Meðal valdamikilla vina Epstein voru Donald Trump, forseti, Bill Clinton, fyrrum forseti, Andrew Bretaprins og fjöldi manna úr viðskiptalífinu. Miðað nöfnin þá má ætla að mikið sé jafnvel undir hjá sumum úr þessum hópi og að þeir hafi á einn eða annan hátt tengst leyndarmálum Epstein. Einn þeirra hefur þegar verið sakaður um að hafa tekið þátt í níðingsverkum Epstein, það er Andrew Bretaprins. Hann er sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn Virgina Giuffre þegar hún var aðeins 17 ára en þá var henni haldið sem kynlífsþræli af Epstein. Prinsinn vísar þessu algjörlega á bug og segist ekki þekkja neitt til Giuffre. Hann hefur hins vegar ekki verið samvinnuþýður við bandaríska saksóknara að þeirra sögn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elísabet II sagði pent nei takk – Telur sig ekki uppfylla skilyrðin fyrir að vera kjörin öldungur ársins

Elísabet II sagði pent nei takk – Telur sig ekki uppfylla skilyrðin fyrir að vera kjörin öldungur ársins
Pressan
Í gær

Ráðgátan vindur upp á sig – Eru þetta lífsmerki frá Brian Laundrie?

Ráðgátan vindur upp á sig – Eru þetta lífsmerki frá Brian Laundrie?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dapurleg kórónuveirumet slegin í Rússlandi

Dapurleg kórónuveirumet slegin í Rússlandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gömlu garðstytturnar voru ekki það sem talið var

Gömlu garðstytturnar voru ekki það sem talið var
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynileg skjöl – CIA missir alltof marga uppljóstrara í útlöndum

Leynileg skjöl – CIA missir alltof marga uppljóstrara í útlöndum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það vantar 40.000 hjúkrunarfræðinga á Englandi

Það vantar 40.000 hjúkrunarfræðinga á Englandi