fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Metfjöldi flóttamanna reynir að komast yfir Ermasund í smábátum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. júlí 2020 18:00

Ermarsund. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi þeirra flóttamanna og annarra sem reyna að komast ólöglega til Bretlands með því að sigla yfir Ermarsund hefur aldrei verið meiri en nú. Það sem af er ári hafa fleiri reynt að sigla yfir Ermarsund en allt síðasta ár. Fjöldinn er nú orðinn tíu sinnum meiri en 2018.

Á miðvikudag í síðustu viku stöðvuðu yfirvöld 15 báta með 100 manns um borð. Þá komst fjöldi þeirra, sem reyna að komast sjóleiðina til Bretlands og eru gripnir, upp í 2.887 en það er tæplega 1.000 fleiri en allt síðasta ár og tíu sinnum fleiri en allt árið 2018.

Ýmislegt veldur þessari auknu sókn yfir Ermarsund til Bretlands þessar vikurnar. Gott veður á þar hlut að máli enda mun auðveldara að sigla litlum bátum yfir sundið þegar veður er gott. Þá hefur franska lögreglan að undanförnu gert rassíur í flóttamannabúðum við Calais. Mörg hundruð manns hafa verið fjarlægðir úr búðunum og fluttir í móttökumiðstöðvar í norðurhluta Frakklands en ekki eru allir sáttir við það og vilja frekar komast til Bretlands. Einnig hefur dregið úr framboði siglinga yfir sundið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og því senda smyglarar fólk af stað í litlum bátum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Í gær

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 3 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn