fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

99 dagar til forsetakosninga í Bandaríkjunum – Flókin staða

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. júlí 2020 07:00

Trump og Biden. Mynd/samsett Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag eru 99 dagar þar til forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum. Þeir Donald Trump, sitjandi forseti, og Joe Biden, fyrrum varaforseti, munu takast á um embættið. Skoðanakannanir sýna að Biden nýtur mun meiri stuðnings þessa dagana en Trump en það er allt of snemmt að afskrifa Trump. Enn er langt til kosningar og margt getur gerst sem getur haft áhrif á niðurstöðuna.

Bandaríska þjóðin er klofin í herðar niður pólitískt og er bilið á milli Repúblikana og Demókrata gríðarlega stórt og erfitt að brúa það. Má nánast segja að flokkarnir geti ekki unnið saman að málum þessi misserin.

Ofan á þessi miklu átök flokkanna kemur síðan heimsfaraldur kórónuveirunnar og dráp lögreglunnar á George Floyd í lok maí en mikil mótmæli brutust út í kjölfarið. Viðbrögð Donald Trump og ríkisstjórnar hans við báðum þessum atburðum hafa verið gagnrýnd harðlega og geta haft mikil áhrif á niðurstöður kosninganna. Kórónuveirufaraldurinn virðist vera á stöðugri uppleið í landinu og ráðaleysi og stefnuleysi hafa einkennt viðbrögð Trump og ríkisstjórnarinnar við faraldrinum.

Frá mótmælum í Washington. Mynd:EPA-EFE/SAMUEL CORUM

Forsetinn reynir nú að höfða til kjósenda með því að sýna að hann sé staðfastur forseti sem setji lög og reglu ofar öllu öðru. Þetta gerir hann með því að senda sveitir alríkislögreglumanna til borga, þar sem Demókratar fara með völdin, til að takast á við mótmælendur. Þetta gæti reynst tvíeggjuð aðgerð og gæti snúist í höndunum á Trump. Skoðanakannanir sýna að meirihluti kjósenda telur að svartir og aðrir minnihlutahópar séu beittir misrétti og harkaleg framganga alríkislögreglumannanna er ekki til þess fallin að breyta skoðun fólks á þessu.

Áhyggjur eru einnig á lofti um að erlend ríki muni reyna að blanda sér í kosningarnar og hafa áhrif á úrslit þeirra, svipað og Rússar gerðu með góðum árangri í síðustu forsetakosningum. Þetta hefur vakið upp áhyggjur af hvort úrslit kosninganna verða marktæk sem og orð Trump um að hann muni hugsanlega ekki viðurkenna úrslit þeirra ef hann tapar. Hann hefur ítrekað sagt að það sé ávísun á kosningasvindl að leyfa fólki að kjósa bréfleiðis en hefur ekki sett fram nein rök eða sannanir til að styðja mál sitt.

En þrátt fyrir orð Trump um að hann verði „aldrei leiður á að sigra“ er ekki útilokað að hann bíði afhroð í kosningunum í nóvember.

Öðruvísi kosningabarátta

Andstæðingur Trump, Joe Biden, stendur mun betur að vígi ef miða má við niðurstöður skoðanakannana. Samkvæmt samantekt vefmiðilsins FiveThirtyEights á laugardagskvöldið nýtur Biden stuðnings 49,9% kjósenda en Trump 41,9%.  Trump segist ekki taka mark á skoðanakönnunum frekar en öðru sem fellur honum ekki í geð og segir þær falsaðar.

Áður en heimsfaraldurinn skall á var staða Trump sterk í skoðanakönnunum en í kjölfar faraldursins og þeirra gríðarlegu áhrifa sem hann hefur haft á efnahagslífið hefur fylgið hrunið af Trump, gríðarlegt atvinnuleysi leikur þar stórt hlutverk. Það bætir ekki stöðuna að honum þykir hafa tekist mjög illa upp við að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Skoðanakannanir sýna að tveir þriðju hlutar kjósenda hafa ekki trú á viðbrögðum hans við heimsfaraldrinum.

Trump þykir ekki hafa tekið á málum með sannfærandi hætti. Mynd:Getty

Landslagið er gjörbreytt hvað varðar kosningabaráttuna. Trump er búinn að reka kosningastjóra sinn, Brad Parscale, og við tók Bill Stepien. Ekki er hægt að halda fjöldafundi vegna kórónuveirunnar og það kemur sér illa fyrir forsetann sem þrífst á að koma fram á slíkum fundum.

Trump virðist hafa veitt þessu athygli því í síðustu viku ræddi hann töluvert um kórónuveiruna og heimsfaraldurinn á öðrum nótum en fram að þessu. Hann sagði til dæmis að skólar, sem eru á svæðum þar sem veiran herjar af miklum krafti, eigi að hefja starf síðar en aðrir þegar sumarfríum lýkur. Þetta gengur þvert á það sem hann hefur sagt áður um að allir skólar eigi að hefja starfsemi strax að loknum sumarfríi. Hann er einnig byrjaður að hvetja til notkunar andlitsgríma eftir að hafa þvertekið fyrir að mæla með slíkri notkun áður.

Flókin staða

Einn af óvissuþáttunum varðandi kosningarnar er hvaða áhrif heimsfaraldurinn hefur á kjörsókn. Smitvarnarráðstafandir og atkvæði send með pósti munu flækja framkvæmd kosninganna.  Aaron Blake, hjá Washington Post, segir að Demókratar virðist njóta ákveðins forskots hvað varðar að byggja upp stóra hóp sem mun kjósa bréfleiðis. En á móti kemur segir hann að Repúblikanar hafi almennt mun minni áhyggjur af veirunni og séu því líklegri til að mæta á kjörstað.

Atkvæði, send með pósti, munu einnig seinka talningu og getur liðið langur tími þar til úrslit liggja endanlega fyrir.

Maðurinn í kjallaranum

Joe Biden rekur mjög sérstaka kosningabaráttu þessa dagana. Hún ferð að mestu fram frá heimili hans í Delaware. Hann veitir fá viðtöl, kemur ekki fram á fjölmennum kosningafundum eða heldur fréttamannafundi.

Joe Biden.

Svona hefur hann gert þetta síðan heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á til að fylgja þeim leiðbeiningum sem hafa verið settar fram um smitvarnir. Gagnrýnendur hans segja að þetta hafi eiginlega þróast yfir í  „kjallaraáætlun“ sem sé mjög góð fyrir frambjóðanda sem þekktur fyrir að láta óheppileg ummæli falla.

Aaron Blake telur að þetta geti komið Trump að gagni síðar ef Biden verður á á lokasprettinum. Frambjóðendurnir muni takast á í kappræðum og óheppileg ummæli geti fallið sem geti reynst dýrkeypt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Í gær

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump